Jörð - 01.09.1932, Page 136
134
HJARTABILUN
[Jörð
Hjartabilun. — Y erður henni afstýrt?
Að mestu útdráttur úr grein í Physical Culture,
í Október 1930.
Eftir sir W. A r b u t h n o t L a n e.1)
A R G U R kemur til læknis og spyr sem svo: „Ætli
það sé nokkuð að hjartanu í mér?“ Og það dylst
ekki, að manninum er mikið niðri fyrir. En líklega eru
þeir þó fleiri, sem dragast með óttann um bilandi hjarta,
án þess að leita álits læknis; dragast með hann jafnvel
árum, áratugum saman, án þess að þora að bera málið
undir lækni, af ótta við að heyra liinn hræðilega dóm
„hjartabilun“ af vörum hans, eða af ótta við að verða
hálfgert að viðundri, ef að grunurinn reyndist ástæðu-
laus, eða maðurinn hræðist hvorttveggja í senn og er lík-
lega algengast, og má þá heita tvígildur óttinn. Þannig
dragast hraustir menn og vel gefnir gegnum lífið, gleði-
vana og dragandi niður allt, er til þeirra tekur — allt of
margir. Því sannleikurinn er sá, að a. m. k. 9 af hverjum
10, sem hafa grun um, að þeir þjáist af hjartabilun og
draga því, flestir, af sér viljandi sem óviljandi, eru gall-
hraustir í hjartanu; að eins lítilfjörlegur kvilli í ein-
hverju öðru líffæri, sem villir þeim sýn.
„En þá er nú líka betra, að vera ekki að gera sig
lílægilegan frammi fyrir lækni“, segir einhver. Jú —
ætl’ ekki það! Ætli það sé nú samt ekki betra, að verða
aftur frjáls maður og vera náungum sínum til þeirrar
uppbyggingar, sem Skaparinn ætlazt til?! En svo er það
ekki þar fyrir: 1 af hverjum 10, er gruna sig, þjáist í
raun og veru af hjartabilun. Og þá er mikið unnið við
það að komast til fullrar viðurkenningar á því, áður en
hún er orðin verulega tilfinnanleg. Mæði, verkur í brjósti
*) J'rægur enskur læknir. Nafnið frb. arbúðnot lein.