Jörð - 01.09.1932, Side 137
Jörð]
I-IJARTABILUN
135
eða síðu eða baki, þegar á sig er reynt — eru átriði, sem
ekki er vert að dragast lengi með, án þess að leita álits
læknis.
Að vísu eru góðar líkur til, að maður með hjartabil-
un á lágu stigi, geti orðið sem heilbrigður maður, komist
hann þ á undir læknis umsjá. Þó er hætt við því, að
hann þurfi alla tíð að ætla sér af við að beita alefli, þar
sem maðurinn með heilbrigt hjarta, þarf alls ekkert til-
lit til þess að taka. ,,Betra er heilt en vel gróið“.
Þ A Ð verður þá stóra atriðið í þessu máli, jafnt
frá sjónarmiði þjóðfélags sem einkasjónarmiði, hvort
unnt sé að koma í veg fyrir hjartabilun. En þá vei'ður
fyrst að grafast fyrir um helztu orsakir.
ÞESS er þá fyrst að geta, að í flestum tilfellum,
munu undirræturnar liggja í bernsku og æsku, og eru
málavextir þá þeir, að hjartað verður snortið einhverjum
smitandi sjúkdómi. Einn sjúkdómur er langalgengastur
í þessu sambandi: „1 i ð a g i g t“. Kvilli þessi er ákaflega
algengur á 5—15 ára aldrinum; og er honum greiddur
vegurinn af kirtilauka í hálsi og þess háttar; ennfremur
grefur það undan mótstöðuafli barns, að vera oft blautt
í fætur og kalt. Að vísu eru þau mörg, líffæri barna, sem
„liðagigt“ getur lagst að; en hjartað er samt að sínu
leyti álíka viðkvæmara gagnvart henni en aðrir líkams-
hlutar, eins og lungu eru gagnvart berklaveiki. Enginn
blettur í hjartanu er öruggur gagnvart eitrun „liðagigt-
ar“, en algengast er, að lokurnar sýkist, og bólgna þá
og aflagast með tímanum; gefa þær þá jafnframt starf
sitt frá sér að meira eða minna leyti.
Ef að „liðagigt“ auglýsti sig ævinlega með hastar-
legri liitasótt og bólgu og kvöl í liðamótum, þá væri til-
tölulega vandalítið að koma í veg fyrir alvarlega hjarta-
Ijilun með Guðs hjálp og góðra manna. En nú eru ein-
kennin oft og tíðum óljós mjög: Barnið er óeirið og föl-
leitt, kvartar um sárindi í hálsi og vöðvum, eða ríg. Hin-
ir svonefndu vaxtarverkir eru ótvíræð merki um „liða-
gigt“ — tókuð þið eftir því?!