Jörð - 01.09.1932, Page 139
Jörð] ANDLEGAR UNDIRRÆTUR LÍKAMSHEILSU 137
dómi, þvagsýrugigt, áfengiseitrun, eða langvinnri hægða-
tregðu. Æðakölkun og ofvöxtur í blóðþrýstingi er þessu
oft samfara og eykur hjartanu erfiði, sem það mátti sízt
við, og verður þá enn hér af nýtt tilefni bilunar. Illvíg
inflúenzutilfelli geta líka haft lamandi áhrif á hjartað; en
venjulega má lagfæra það með góðri meðferð.
Við öllum þeim orsökum til hjarta-
bilunar, er stafa af langvinnri eitrun,
m á s j á að verulegu leyti, almennt tekið, m e ð þ v í
að gerast auðsveipur eðlislögum síns
e i g i n 1 í k a m a: í mataræði, hreyfingu, hægðum, úti-
veru og hófsemd í nautnum. Þegar komið er yfir mið-
aldur, er og rétt að hlífa sér heldur við aleflisáreynslu.
En seinasta orð mitt er, segir sir Arbuthnot: láttu
lækni skoða þig með skynsamlegum millibilum; skoða
þig vandíega.
VÆNTANLEGA verður þess ekki langt að bíða,
að „Jörð“ flytji grein um, hvað gert verði við hjarta-
bilun, þegar hún er komin.
---o---
Andlegar nndirrætnr
líkamsheilsn.
Eftir séra II a r r y E m e r s o n F o s d i c k,x) D. D.
(Stytt þýðing á grein, cr birtist í „Uliysical C.ulture Maga-
zine“ í Janúar 1931).
I N H V E R kunnasti læknir hér í landinu (Banda-
ríkjunum) sagði við mig nýlega, að hann byggist við,
að næsta stóra sporið í læknisfræðinni yrði það, að gera
’) Áhrifamesti kirkjuprédikari Bandarikjanna nú um hrið.