Jörð - 01.09.1932, Síða 140
138 ANDLEGAR UNDIRRÆTUR LÍKAMSHEILSU [Jörð
ljósan >ann þátt, sem andleg atriði eiga í líkamsheilsu
manna. Vissulega er kominn tími til, að þess háttar skiln-
ingur yrði almennari og skynsamlegri en verið hefir.
Iíeilsunni má líkja við göng þau, sem grafin eru í gegn-
um fjöll fyrir járnbrautir: Það verður að vinna frá báð-
um endum: líkamlega og andlega. Sérhvert líkamsástand
á sér andlegt bergmál; sérhver tiltekin andleg afstaða
leiðir til ákveðinna áhrifa á líkamann.
Tökum til dæmis áhrif óttans á heilsufar
manns. I sálusorgarastaríi mínu verð ég var við átaken-
leg dæmi um taugaveiklun og líkamlega eymd, sem stafar
ekki af líkamsgöllum né óreglu, heldur af einberum ótta
eða kvíða. Ótti um að misheppnast í einhverju tilteknu
eða ótti um allt og ekki neitt — ekkert seinverkandi eit-
ur nagar óumflýjanlegar undirrætur hreysti líkamans og
heilsu, en slíkur ótti og þvílíkur, þegar til lengdar lætur.
Hver er andstæða óttans ? T r ú. Trú er ekki fyrst og
íremst kirkjuleg lotning, kirkjuleg skoðun eða þess hátt-
ar. Trú er einfalt reginafl í mannshjartanu, líkt óg kær-
leikur og von, sem verkar eflandi á hreysti og heilsu,
þegar beitt er á eðlilegan hátt. Ótti leggur lífið í læðing;
trú endurleysir það. Ótti sýgur úr því þróttinn; trú magn-
ar það. Ótti sýkir iífið; trú læknar það. Ótti þrengir líf-
ið; trú breiðir út faðm þess. Ótti bælir lífið; trú glæðir
það. Sérhvað, sem útrýmir ótta með trú, eflir þar af leið-
andi iíkamsheilsuna yfirleitt.
Þessi áhrifamáttur trúar er nú orðið leiddur í ljós af
vísindunum. Sjálfur hefi ég séð átakanleg dæmi um end-
urnýjunarmátt trúar á mannspartana. Mér dettur t. d. í
hug maður, sem kom á viðtalsstofu mína, úttaugaður
sálarlega. Hann var misheppnaður. Starf hans var mis-
heppnað. Skapgerð hans var misheppnuð. Hjónaband hans
var misheppnað. Allt í fari hans var misheppnað. Hann
hafði endurtekið þetta með sér, unz það rankaði ekki 3/1
honum að efa það. — Tveimur stundum síðar fór hann
út sem „ný skepna“; allt af síðan hefir hann verið nýr
og betri maður. Mér er kunnugt um það af því, að konan
hans hefir sagt mér það. Það, sem kom fyrir mann þenna,