Jörð - 01.09.1932, Page 144
142
,VOÐVADYGGÐJR“
fJörð
6. Leggja stund á að færa mataræðið í það
horf, að neyta þess eins, sem vitanlegt er um, að sé þrung-
ið þeim efnum, sem helzt vill verða skortur á: fjörefn-
um, steinefnum, úrgangsefnum. Nota lýsi. Drekka vatn;
kalt vatn þó ekki glannalega. T y g g j a m j ö g v e 1.
Vera auðsveipur hægðaþörfum. Virða bendingar
matarlystar sinnar. Vera fljótur til að fasta x/%—1
dag, komist meltingin í ólag; og borða þá léttan mat næst
og ekki mikinn.
7. Nota lyf sparlega.
8. Aðhyllast hverja aðferð, sem léttir áhyggjum án
þess að rýra ábyrgðartilfinningu. Temja sér samúð, ljúf-
lyndi, almennan áhuga og trú á hugsjónir. Vera trúr
verki sínu. Temja sér trúnaðartraust, bæði almennt gagn-
vart tilverunni og náttúrunni, og gagnvart einstökum at-
riðum; leitast við að ganga á það lagið að vera frjáls og
djarfur; vera auðsveipur hjarta sínu, en harður girndum.
Leitast við að temja sér hreinan huga.
------o-----
,, V ö ö vacly g’g'öi r.u
I DESEMBERHEFTI „Skinfaxa" s. 1. ár er
eftirtektarverð grein, „Líkamsuppeldi“, þar sem m. a. er
þannig komist að orði: „Vöðvaþjálfun m á m e ð
engu móti vanta í uppeldið, og hún hefir
eigi lítil siðleg áhrif. Því að vissu leyti
eru vöðvarnir aðsetur skapger.ðar og
h æ f n i t i I a ð k o m a fram. 0 g d y g g ð i r v o r-
ar eru vafalaust vöðvadyggðir íremur
en menn halda almennt og gallar vorir
vöðvagalla r“1).
’) Lctui'breyting vor.