Jörð - 01.09.1932, Side 145
Jörð]
AUÐKÝFINÖUR GEFUR ALEIGU SÍNA
1«
Auðkýfingur gefur aleigu sína.
LESENDUR „Jarðar“ minnast þess væntanlega
sumir að hafa séð nafnið B e r n a r r M a c f a d d e n i
auglýsingum vorum um amerísk eðlisræktarrit. Maðurinn,
sem ber þetta nafn, hefir um 40 ára skeið eða hér um
bil það verið lífið og sálin í heilsuræktarhreyfingunni í
Bandaríkjunum; má víst segja, að hún hafi vaxið með
honum úr barndómi til mikils þroska eftir því, sem enn
gerist. Rit hans hafa verið keypt svo mikið, að hann var
orðinn margfaldur miljónaeigandi, enda hafði hann orð-
ið fleiri fyrirtæki með höndum, er beindust að heilsu-
þroska alþýðu og blessuðust vel. Áhrif hans hafa á seinni
árum náð langt úr fyrir ættland hans, svo sem marka má
af því, að á árinu sem leið var hann í samvinnu við stjórn-
ir Italíu og Portúgals um heilsurækt í löndum þeirra.
Nú hefir maður þessi, rúmlega sextugur að aldri, fíl-
efldur að hreysti og, að því er virðist, heilsu, gefið svo
að segja aleigu sína, rúmlega 30 miljónir króna til þess
að koma á fót stofnun, er hafi það að einkahlutverki að
rannsaka og útbreiða allt, er að heilsurækt lýtur. Tiltölu-
lega htlum afgangi hefir hann varið til minni háttar
sjóðstofnana fjölskyldu sinni til nokkurrar tryggingar.
Ætlar hann eftirleiðis að lifa á árslaunum einum, sem að
vísu verða væntanlega ekki skorin við nögl, en þó vitan-
lega ekki sambærileg við vaxtatekjur auðkýfings.
Macfadden gefur þá skýringu á tiltæki sínu, að hann
hafi ekki þolað við í ríkidæminu. Ilann kveður auð sinn
m. a. með eftirfarandi orðum: „Mér er það óumræðileg-
ur léttir að finna mig frjálsan að nýju. Of mikið af pen-
ingum .. . gerir fólk ágjarnt og vanþakklátt, eyðileggur
heimilin, mergsýgur hamingjuna, gerir manninn að þræli
og tryllir hann, dregur úr lífsþróttinum, veikir viljann
og gerir manninn að lokum að nokkurskonar kellingar-
vellu“.
o-