Jörð - 01.09.1932, Page 146
144
LJÓÐALJÓÐIN
[ Jörð
Ljóðaljóðin
K 0 M A oss til hugar, þegar verið er að lá oss að birta
Tídægrusöguna, sem vér létum í 1. hefti I. árgangs;
birta hana innan um alvarlegt og hugsjónalegt efni, jafn-
vel guðrækilegt. Vér getum ekki að oss gert að brosa,
þegar oss svo detta í hug Ljóðaljóðin í Biblíunni.
Margur hver hefir svo sem svar á reiðum höndum
við því. „Fríhyggjumaðurinn“ segir: „Gamla Testament-
ið er nú ekki allt í sómanum; meiri hlutinn af því er rusl
og sumt af ruslinu er beinlínis ósiðferðilegt. Það verður
ekki al' Ljóðaljóðunum skafið, að þau eru hálfgert klám-
kvæði, þó að þau standi þar. — Nýguðfræðingurinn segir:
Ljóðaljóðin eru mjög veraldleg brúðkaupsljóð frumstæðs
sveitafólks i Austurlöndum, sem hafði nokkurs konar
náttúruátrúnað og tignaði frjósemina í öllum hennar
mvndum. Með einhverjum hætti tók Síð-Gyðingdómurinn
að leggja andlega merkingu í þau; sem táknmál um and-
leg efni komust þau í regluritasafn Gyðinga. — Gamal-
guðfræðingurinn segir: Ljóðaljóðin á alls ekki að lesa
sem nein freyjumál; það gengi guðlasti næst. Þau eru
líkingamál heilags anda um samband Drottins við söfn-
uð sinn.
öllum þessum svörum vér með því, að Ljóðaljóðin
séu dásamlega fögur og að vér þökkum Guði fyrir, að
þau eru óaðskiljanlegur hluti Biblíunnar. Það, sem „frí-
hyggjumaðurinn“ kallar hálfgert klám, það köllum vér
fegurðarþrótt lífsins. Gamalguðfræðingnum svörum vér,
ao væri skilningur hans réttur, þá sé það einmitt bezta
sönnun fyrir því, hversu háleit og heilög freyja sé, þetta
blóm hins náttúrlega lífs: að hennar frjálsasta mál skyldi
vera valið af Drottni til að túlka samband hans við söfnuð
sinn. En framan í nýguðfræðinginn hlæjum vér og segj-
um: gefðu þig meira að lífinu en bókvísi, og þá skilurðu
þetta.