Jörð - 01.09.1932, Síða 147
Jörð]
LJÓÐALJÓÐIN
145
M É R dettur í hug' heitur trúmaður, sem hefir ver-
ið vinur minn. Ég hitti hann í Reykjavíkurferð og við
töluðumst dálítið við um fyrstu Tídægrusöguna í „Jörð“;
en síðan hætti hann að brosa við mér, þegar hann mætti
mér á förnum vegi; það var rétt svo, að hann sæi mig.
Þeir eru víst fleiri svipaðs sinnis, þó að ég hafi ekki orðið
var við þá á þann hátt. Það, sem þessi tiltekni maður
taldi sig hafa einkum á móti sögunni, var, að hún væri
cnáttúrleg; en þess háttar ónáttúrleg lýsing freyju væri
klám, nokkurs konar saurlifnaður. Það, sem vini mínum
þótti ónáttúrlegt við söguna, að slepptum æfintýrastíln-
um, sem ekki kemur ]æssu máli við, er áleitni eða fram-
girni mærinnar, frumkvæði hennar í samdrættinum. Slík
tilþrif í frumkvæðisátt taldi vinur minn svo ónáttúrleg af
hálfu óspilltrar meyjar, að það út af fyrir sig væri nóg
til að gera söguna að klámsögu. Atvik ollu því, að sam-
tal okkar hlaut að vera stutt; en hér með kemur svar
við þessari ásökun handa hverjum, sem hana kann að
bera fram.
FYRST viljum vér benda á, að síra Ragnar E.
Kvaran ræðir einmitt þetta málefni í ágætri grein í „Ið-
unni“ ekki alls fyrir löngu í grein um meðferð ásta í bók-
menntunum. Ileldur hann þar fram sömu skoðunum og
vér gerum.
Því næst viljum vér biðja vini vora, sem tala um,
að slík og þvílík frumkvæðistilþrif séu ónáttúrleg af hálfu
óspilltrar meyjar, að gera svo vel að skoða í eigin barm:
hvort þeir hafi yfirleitt nokkuð ákveðið, neinar stað-
reyndir lífsins, náttúrunnar, fyrir staðhæfingu sinni. Hafa
þeir kannað málið almennt, bóklega, með íhugun, með
athugunum á sjálfu lífinu? Ég verð að játa, að mér segir
svo hugur um, að dómur þeirra hafi almennt hugsunar-
leysi og almenna vanþekkingu á málefninu að forsendum,
að ógleymdum hleypidómum. Freistaði ekki Eva Adams?
Frumkvæði hennar var ákveðið. Ef að því verður svar-
að, að hvergi sé sagt í frásögu Biblíunnar, að um freyju-
mál'hafi verið að ræða í falli Adams; eða þá hitt, að ekki
10