Jörð - 01.09.1932, Page 148
146 L.TÓÐALJÓÐIN [Jörð
sæmi að bjóða menntuðum nútímamanni æfintýri úr
Gamla Testamentinu í raka stað; þá getum vér svarað
til beggja handa með því að benda á, að sagan um Adam
og Evu er mjög því lík, sem væri hún táknræn frásögn
samdráttarins á vegum freyju, eins og hann gerist raun-
verulega í lífinu. Meðal spendýranna er það kven-
dýrið, sem ræður samförum. Það er þá fyrst, er skamm-
sýn eigingirni dró mann menningarinnar frá vegum nátt-
úrunnar til ofbeldis, að karlmaðurinn tók eðlisrétt þenn-
an frá konunni. Og svo að vikið sé sérstaklega að Tí-
dægrusögunni, sem hér er um að ræða, þá er það svo
náttúrlegt, sem framast verður á kosið, að það er kon-
ungborin mær, sem á heimsins mælikvarða tekur niður
fyrir sig, er verður þess megnug að neyta hins náttúr-
lega réttar síns og brjóta ísinn til sannari lífshátta.
Sé það enn véfengt, að hér sé um náttúrlegan rétt
konunnar, mærinnar, að ræða, þá leyfum vér oss að endur-
taka, að á það verður að líta sem algerða vanþekkingu á
þess háttar málefnum; vanþekkingu á lífeðlisfræði, sem
myndi fara mjög svo illa manni, er fellir harða siðferðis-
dóma um náttúrlegt og ónáttúrlegt, — ef að ekki væri
einmitt í þessum atriðum um svo almenna og róttæka
vanþekkingu að ræða, að menn vita ekki einu sinni um
fáfræði sína. Konur eru sem sé að því leyti samsháttar
við önnur kvendýr meðal spendýranna, að þeim henta
ákveðnir tímar til samfara betur en aðrir, þó að vísu aldá-
löng óhlýðni menningarþjóða við náttúruna yfirleitt, hafi
sljófgað eðlisávísun þessa meira eða minna. í nánu sam-
bandi við þetta er sá sannleiki, að karlmenn eiga ekki með
að neyta neins þess háttar ,,bóndaréttar“ við konur sín-
ar; það hefnir sín alla vega. Meginreglan er sú, að þá
fyrst er „Eva freistar Adams“, getur hann að ósekju leit-
að samfara við hana — enda sé ekki um aðrar eðlistálm-
anir að ræða, líkamlegar né siðferðilegar. Og ætti að vísu
að vera auðskilið án fjölyrðinga, að lögmáls þessa gætir
út fyrir svið sjálfra samfaranna; þess gætir yfirleitt í
öllum samdrætti á vegum freyju. Vegna hinnar ónáttúr-
legu \ anþekkir.gar á þessu hefir m. a. leikið það orð á