Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 149
JÖl'ð]
LJÓÐALJÓÐIN
147
konum, að þær séu dutlungafullar; hafa þær enda raun-
verulega orðið það út frá ónærgætinni áleitni karlmanna.
Konan, mærin, á hinn náttúrlega rétt til frumkvæðis.
Þ A N N 1 G er það engin ónáttúra né klámfenginn
skáldskapur, þegar mærin segir í upphafskafla Ljóðaljóð-
anna: „Drag mig á eftir þér; við skulum flýta okkur“.
Það er aðeins einföld, falslaus ástríða; sannleikur; lífið
sjálft. Eða í næsta kafla á eftir, sem er svo þrunginn
undursamlegum fögnuði yfir náttúrunni: skógartrén eru
stoðir og þiljur brúðarherbergisins; grasið iðgræn hvíl-
an; en sjálfri sér líkir mærin við hagablóm. Þar segir
svo: „Endurnærið mig á rúsínukökum, hressið mig epl-
um, því að ég er sjúk af ást. Vinstri hönd hans sé undir
höfði rnér, en hin hægri umfaðmi mig“. Og svo þessi
móðuriega viðkvæma umhyggja fyrir elskhuganum: „vek-
ið ekki elskuna fyr, en hann sjálfur vill“.
Vér þykjumst nú nærri vissir unr, að þeir, er hneyksl-
uðust á hinni umræddu Tídægrusögu, eigi rnjög bágt með
að viðurkenna réttmæti surnra af hinum tilvitnuðu ritn-
ingarorðum. Vér búumst alveg við, að sumurn þyki það
t. d. viðbjóðsleg vanstilling, senr kemur fram í orðunum
„Endurnærið mig“ o. s. frv. Vér skulum játa fyrir vorn
hluta, að oss finnst konungsdóttir vor hin enska töluvert
hressilegri en Súlamít Ljóðaljóðanna er lýst þarna. En
vér viljum engu að síður algerlega mælast undan því að
samsinna nokkuru hnífilyrði um freyjumál Súlamítar.
Ilvað erum vér, „siðferðilögreglumenn", „betra fólk“,
„skriftlærðir“ og „farísear“; hvað erum vér svo sem, að
vér skyldum ætla oss þá dul að skipa óspjallaðri náttúru
íyrir verkum! Eða dýrlegum skáldum! Þegar æskan eða
skáldið talar í algleymingi, þá eigum vér hin að gera svo
vel að draga skóna af fótunum, því vér erum stödd á heil-
agri jörð. Því að „logar Lofnar eru logar Drottins".
LEGG mig sem innsiglishring að hjarta þér,
sem innsiglishring 'við armlegg þinn.
Því að elskan er sterk eins og dauðinn
og ástríðan hörð eins og Hel;
10*