Jörð - 01.09.1932, Side 150
148
TÍDÆGRA
[JörS
blossar hennar eru eldblossar,
logi hennar logi Drottins.
Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna
og árstraumur ekki drekkt henni.
Þótt einhver vildi gefa öll auðæfi húss síns fyrir elskuna,
þá myndu menn ekki gera annað en fyrirlíta hann.
(Lj.lj.).
o
Tídægra.
Eftir Bo c c a c c i o.
IV.
ÍJ1 A N C R E D í jarl að Salernó átti eina dóttur barna;
en svo mætti virðast, sem honum hefði verið langtum
betra að eiga enga. Aldrei hefir nein dóttir átt meiri
föðurást að fagna; og var það einmitt sökum ástríkis
þess, er samtengdi þau, að hann hélt henni hjá sér ár-
um saman, eftir að hún var orðin gjafvaxta. Loksins lét
hann hana þó frá sér til sonar hertogans í Capúa, en
hann andaðist skömmu eftir brúðkaupið, og sneri hún
þá aftur heim til föðurhúsanna. Fríðleikur hinnar ungu
ekkju og vaxtarprýði báru af, og jafnframt var hún fjör-
mikil og betur menntuð en þá gerðist um kvenfólk.
Dvaldi hún nú sem heimasæta hjá ástríkum föður sínurn
og gat veitt sér hvað, er hún vildi hendinni til rétta.
Þegar hún nú varð þess vör, að faðir hennar, einmitt
vegna ofástar þeirrar, er hann lagði á hana, hafði ekki
í hyggju að gifta hana aftur, heldur ætlaði að halda
henni ávalt hjá sér, þá gat hún ekki fengið af sér að
fara þess á leit við hann, heldur tók að velta fyrir sér,
hvernig hún gæti á laun eignast elskhuga, er henni
hæfði. Þegar hún nú hafði athugað fjölda manna, meir
og minna tiginborinna, við hirð föður síns, þá vildi svo