Jörð - 01.09.1932, Page 151
Jörð]
TÍDÆGRA
149
til, að hugur hennar hneigðist til eins af þjónum hans,
Guiscardó að nafni. Var hann lítillar ættar, en dreng-
skapur hans og menntun þeim mun meiri. Þar sem hún
nú hafði sífelld tækifæri til að hafa mann þenna fyrir
augum sér, þá endurnærðist og óx hin dulda ástríða
hennar æ meir, og með hverjum deginum þótti henni
vænna um hann. Að því er snertir hinn unga mann, þá
var hann enginn einfeldningur, og varð fljótt þess var,
hvað að honum sneri. Og jafnskjótt sá hann ekki sólina
fvrir j arlsdótturinni.
Er þau nú þannig elskuðust álengdar, tók Ghís-
monda, svo hét hin unga ekkja, að hugsa með sér, hversu
þau fengju náð saman. Og með því að hún vildi engan
gera sér að trúnaðarmanni, þá tók hún til þess ráðs að
skrifa Guiscardó bréf, sem hún lét innan í holan staf og
fékk honum og mælti: „Eldabuskan þín getur notað hann
í kvöld til að blása um eld í glæðurnar“. Guiscardó tók
við stafnum og hugsaði með sér, að fiskur lægi undir
steini. Og er hann hafði kvatt, fór hann heim til sín,
kannaði stafinn, í'letti honum sundur og fann bréfið.
Þegar hann hafði lesið það og áttað sig á því, fannst hon-
um hann vera sælastur allra undir sólinni og bjóst til að
hitta ástmey sína samkvæmt því, er hún hafði ritað
honum.
Rétt hjá jarlshöllinni var hellir og var munninn svo
að segja algróinn kjarri og grasi. Úr höllinni mátti kom-
ast í hellinn eftir leyniþrepum, er lágu úr neðstu hæð
hallarinnar, einmitt þeim hluta hæðarinnar, sem Ghís-
monda hafði að íbúð. Og var að vísu rammgerð hurð
fyrir leyniþrepunum, er hafði ekki verið hreyfð um
langan aldur og var enda að heita öllum gleymd. En
Freyja er skarpskyggn og hefir ráð undir rifi hverju og
hafði skotið því að hinni ástföngnu konu, að minnast
leynidyranna. Og til þess að gefa ekkert færi á sér,
hafði hún sjálf neytt handa sinna dögum saman, áður
en henni tækist að opna þær. Þegar hún þá loks komst
niður í hellinn og hafði úr honum uppgötvað munnann af
skímu þeirri, er stafaði þar inn, þá var það að hún skrif-