Jörð - 01.09.1932, Side 152
150
TÍDÆGRA
[Jörð
aði Guiscardó og bauð honum til fundar við sig og lýsti
staðháttum. Iiann útvegaði sér nú kaðal, mátulegan til
að ná úr munnanum niður á gólf, og er hann hafði búist
leðurkufli, er hlífði honum í þyrnirunnunum, þá gekk
hann hljóðlega þá þegar um kvöldið að munnanum; og er
hann hafði hnýtt kaðalinn við trjábol, sem óx á barm-
inum, þá renndi hann sér niður á hellisgólfið og tók að
bíða hennar, er stefnt hafði honum til móts við sig. Að
því er hana snertir, þá þóttist hún verða snemma syfjuð
og sendi meyjar sínar frá sér. En jafnskjótt flýtti hún
sér að opna leynidyrnar og fór til fundar við Guiscardó
og fögnuðu þau hvort öðru meir en frá verði sagt. Síðan
gengu þau upp í herbergi Ghísmondu og vissu eklci hvað
tímanum leið langt fram á næsta dag. Er þau síðan höfðu
komið sér niður á, hversu þau gætu hagað fundum sínum
og framkomu svo, að ekki yrði áberandi, fór Guiscardó
sömu ieið og hann hafði komið, en Ghísmonda lokaði
hurðinni og fór því næst fram til meyja sinna. En Guis-
cardo beið dimmu í hellinum og komst óséður heim.
Nutust elskendumir þannig öðru hvoru um hríð, en
— „það voru sköp að skilja, skráð af norna vilja“. Það
varð með þeim hætti, er nú skal greina. Tancredí heim-
sótti dóttur sína öðru hvoru, spjallaði við hana stundar-
korn, og fór svo aftur. Einhverju sinni um hádegisleytið,
er Ghísmonda var að skemmta sér úti í lystigarði með
hirðmeyjunum, kom hann í herbergi hennar, án þess að
neinn tæki eftir. Og þar eð hann tímdi ekki að trufla
skemmtun dóttur sinnar, þá settist hann niður á skemil
við fótagaflinn á rúminu og hugðist að bíða komu henn-
ar. Hlerar voru -fyrir gluggunum og viðamikil tjöld fyrir
rúminu og sveipaði hann sig í gafltjaldið að gamni sínu,
hallaði sér að rúmsendanum og sofnaði.
Er hann nú sat þarna sofandi, kom Ghísmonda frá
meyjum sínum, sem hún hafði skilið eftir úti í garði og
flýtti sér að opna fyrir Guiscardó, er hún einmitt hafði
stefnt til sín þann dag. Og er þau nú föðmuðust í hvíl-
unni og létu vel hvort að öðru, þá vaknaði Tancredí og
varð áskynja, hvað dóttir hans hafði fyrir stafni. Lá þá