Jörð - 01.09.1932, Síða 153
Jörð]
TÍDÆGRA
151
við að hann hljóðaði hástöfum upp yfir sig af sálarkvöl.
En hann náði valdi á sér og ákvað að gera ekki vart við
sig, ef að ske kynni, að þeim sæist yfir hann og tækist
honum þá, að framkvæma fyrirætlun, sem honum var þá
þegar til hugar komin. Elskendurnir dvöldu lengi saman,
eins og vant var, og urðu alls elcki Tancredís vör. Loks
urðu þau þó að skilja, og fór Guiscardó í jarðhúsið, en
Ghismonda fram til meyjanna. Og þótt Tancredí væri þá
orðið hvorki ungur né liðugur, skreið hann út í gegnum
glugga, er sneri að garðinum. Tók enginn eftir því, og
gekk hann nú til herbergja sinna og mælti fyrir munni
sér: „Helið svarta nístir mitt hjarta“. En þegar Guis-
cardó kom í rökkrinu upp úr hellismunnanum, varð hann
handsamaður með hægu móti af tveimur varðliðsmönn-
um, enda var honum ervitt um vörn í leðurkuflinum. Var
hann nú leiddur á laun fram fyrir Trancredí, sem tókst
með herkjubrögðum að verjast tárum, er hann sá hinn
unga mann og mælti með grátstafinn í kverkunum: „Góð-
semi mín gagnvart þér, Guiscardó, átti annað skilið en
óbotnandi svívirðu, sem þú hefir gert mér og ég sjálfur
hefi orðið að horfa upp á í dag“. Þessu svaraði Guiscardó
að eins: „Sjöfn er okkur báðum ríkari“, og lét þá Tan-
credí, án fleiri umyrða, setja hann á laun í varðhald þar
í höllinni. Daginn eftir fór-Trancredí, eftir endalaus heila-
brot um, hvað gera skyldi, á fund dóttur sinnar eftir
miðdegisverð, eins og hann var vanur. Læsti hann nú
hurðinni eftir sér og sagði með tárin í augunum: „Ég
hefi borið svo hiklaust traust til skírlífis þíns og sómatil-
finningar, að mér hefði aldrei til hugar komið, hvað sem
mér hefði verið sagt, að þú gætir fengið af þér að gefast
á vald neinum manni öðrum en eiginmanni. Ég hefði
ekki einu sinni getað ímyndað mér, að þér hefði svo mikið
sem dottið það í hug. Á ég því ekki þann stutta tíma,
sem ég geri ráð fyrir að eiga eftir hér í heimi, von neinn«
ar huggunar við sorg þeirri og smán, sem þú hefir orpið
mig. Það er ekki einu sinni svo vel, að þú tækir mann
jafnborinn þér, úr því að þú vildir endilega slarka. Heldur
nefir þú meðal allra hirðmanna minna tínt Guiscardó úr,