Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 154
152
TÍDÆGRA
[Jörð
mann með almúgablóð í æðum, sem ég hefi af einskærri
góðsemi alið upp frá blautu barnsbeini og haldið hendi
minni yfir. Ég lét taka hann, er hann skreið upp úr hell-
inum, og bíður hann nú í varðhaldi örlaga þeirra, er ég
hefi ætlað honum. En hvað ég á til bragðs að taka gagn-
vart þér, Ghísmonda, má Guð vita. Annars vegar hefi ég
elskað þig, Ghísmonda, eins og þú veizt, hinni innileg-
ustu föðurást. Ilinsvegar ofbýður mér hið óskiljanlega
kæruleysi þitt. Mér er því ekki ljóst, hvort ég á að hlýðn-
ast rödd náttúrunnar og veita þér fyrirgefningu, eða
hvort ég á að merja þig undir þunga þeirrar reiði, sem
þú hefir sjálf kallað yfir þig með saurlifnaði. En áður en
ég sker úr þessu, vil ég hlusta á það, er þú kannt að
vilja segja um afbrot þitt“. Er hann hafði lokið máli
sínu, iét hann höfuðið síga niður á bringu og hann brast
í grát.
Þegar Ghísmonda skildi, að faðir hennar hafði kom-
ist að leyniástum hennar, en Guiscardó í varðhaldi, þá
gagntók hana óumræðileg kvöl, sem lá við að brytist
fram í kveinstöfum og tárum, eins og konum er eðlilegt.
En stórhugur hennar varð ofan á á síðasta augnabliki,
og með undursamlegum þrótti lét hún enga svipbreytingu
á sér sjá, enda var hún þá þegar búin að átta sig á, að
hún kysi heldur að farga sér sjálf en biðjast griða, úr
því að hún þóttist vita, að Guiscardó væri ekki lengur
meðal lifenda. Hún svaraði því föður sínum ekki sem út,-
grátinn og iðrandi kvennmaður, heldur frjálsmannlega og
stillilega með upplyftu höfði. Hún mælti: „Ekki mun ég
neita því, sem orðið er, og heldur ekki grátbæna um upp-
gjöf saka, enda mun hvorugt tjóa og mig langar ekki einu
sinni til þess. Ekki mun ég með neinni auðmjúkri undir-
gefni knýja fram mildi og náð mér til handa. Heldur mun
ég játa afdráttarlaust allan sannleikann og jafnframt
verja heiður minn með góðum rökum og því næst sanna
stórmennsku mina í verki. Satt er það, að ég hefi elskað
Guiscardó og elska hann enn, og mun, á meðan ég lifi,
sem tekur nú að styttast, bera í brjósti ástþrungnar til-
finningar til hans — og e f að ást megnar að lifa af