Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 155
Jörð]
TIDÆGRA
153
dauða, þá er ég þess fullviss, að ég muni hinu megin
grafar elska hann af alhuga. Þegar nú ástríða þessi hefir
orðið mér svona um megn, þá er það engan veginn vegna
þess, að ég sé nein léttúðardrós. Heldur í fyrsta lagi af
því, að þú hafðir enga hugsun á að gifta mig að nýju,
sem þér var þó skylt; og því næst af því, að Guiscafdó
cr það göíugmenni, sem ég er hreykin af að hafa gefið
hjarta mitt. Þú, sem sjálfur ert maður úr holdi og blóði,
Tancredí, þú hefðir átt að geta farið nærri um, að dóttir-
in, sem þú hafðir getið, myndi ekki vera nein þúfa. Og
þó að þú sért nú gamall orðinn og grár, þá hefir þú þó
einhverntíma verið ungur; og það getur ekki verið liðið
þér úr minni, með hvílíku afli æskuatgerfið krefst réttar
síns. Og þó að þú hafir fundið vörn og jafnþunga gagn-
vart freistingum æskuáranna við sífellda iðkun íþrótta,
þá hlýtur þú engu að síður að vera vitandi um, hversu
hættulegar afleiðingar geta stafað jafnt gömlum sem
ungum af því að lifa í iðjuleysi og geta veitt sér fyrir-
iiafnarlaust hvað sem er. Ég er rétt eins og þú, sem hefir
getið mig, breyzkt mannsbarn úr holdi og blóði. Við það
bætist, að ég hefi kynnst lífinu svo lítið, að mér finnst ég
vera hreinasti unglingur ennþá; og enn er viðkvæmni mín
gagnvart freistingum stórum aukin við þau atvik,
að ég hafði verið gift og þó að eins fengið reynslu fyrir
svásleik lofnar. Af þessum orsökum hafði ég ekki þrek
til að bæla niður í mér ólma þrá hjartans til ástar og
sjafnar1), en þar fyrir hafði ég ekki að litlu kröfur dreng-
skapar og skyldu, ógleymin á það, er ég skuida, hvort
heldur er þér, Trancredí, eða sjálfri mér. Freyja og for-
lögin voru mér svo holl, að vísa mér á leyniveg til uppfyll-
ingar þrár minnar. Og ég mun ekki bera við að hafa á
móti því, að ég gekk veg þenna með innilegri gleði. Það
var og engin tilviljun, að Guiscardó varð fyrir kjöri
mínu, heldur var það að vel hugsuðu ráði; og án þess að
finna til augnabliks hiks eða eftirsjár, hefi ég með inni-
‘) Shr. greinina „Ástir“ i Jörð I, I., að því er sncrtir orðin
„ást“ og „sjöfn“.