Jörð - 01.09.1932, Page 156
154
TIDÆGRA
[Jörð
legri gleöi fundið þrá minni fullnægt í faðmi hans. Nú
álasar þú mér ekki fyrir það eitt, að ég hlýddi rödd
hjartans, heldur liggur þú mér mjög á hálsi, að ég skyldi
vera í tígjum við mann lítillar ættar, og er það meiri
þröngsýni en ég hefði búizt við af þér. Rétt eins og ailt
eðru máli væri að gegna, hefði hann heldri maður verið.
Með allri virðingu fyrir skoðunum þínum, þá virðist mér,
að hér sé ekki mig um að saka, heldur forlögin, sem ó-
sjaldan drífa dusilmenni í hásætin, en láta yfirburðaanda
dragast upp í afkimum mannfélagsins. Látum okkur líta
beint framan í sannleikann og viðurkenna, að vér allir
menn erum úr holdi og blóði, og að sálir vorar eru runn-
ar frá sama skapara, sem hefir gætt oss öll án mann-
greinarálits sömu náðargáfum. Það er drengskapurinn
einn, sem gerir mun á mönnum; því þannig komum vér i
heiminn, að allir eru jafnir. Þeir, sem hafa tamið sér
drenglyndi, ættu að nefnast aðalsmenn; og í rauninni hafa
ekki aðrir rétt til þess nafns. Og þó að svo virðist sem
siðvenja hafi að engu þetta upprunalega lögmál, þá víkur
náttúran ekki hársbreidd frá því; og sé góðum dreng
neitað um aðalsnafnið, þá er það ekki hann, sem er at-
hugaverður, heldur uppnefnarinn. Kallaðu fram í minni
þér aila þá aðalsmenn, er þú þekkir, og þú verður að við-
urkenna, að enginn þeirra er jafnoki Guiscardós, sem
hver óhlutdrægur maður mun játa, að sé sannarlegt göf-
ugmenni, er allir þínir ættstóru höfðingjar verða klunnar
einir í samanburði við. Að því er snertir drengskap Guis-
cavdós og vitsmuni, þá þarf ég ekki annað en vitna til
þinna eigin orða og þess, sem ég hefi eigin reynd fyrir.
Þú hefir verið óþreytandi að hrósa manni þessum, enda
ekki að ófyrirsynju; því að skjátlist mér ekki, þá átti
hann það allt margfaldlega skilið og þótt meira hefði
verið. En þó að mér kunni að skjátlast, þá máttu sjálf-
um þér um kenna og frásögnum þínum. Ef að þú þesn
vegna heldur því enn fram, að ég hafi gengið á hönd ó-
tignum manni, þá lýsi ég þig beran að ósannindum; en
segir þú, að ég hafi gefizt fátækum manni, þá verð ég
þér til minnkunar að játa það. Því þú ættir að blygðast