Jörð - 01.09.1932, Page 159
JÖl'ð]
TIDÆGRA
157
svo mæltu hallaði hún sér yfir bikarinn, án kveinstafa
slíkra sem konum er tíðir; og andvarpandi tók hún nú,
eins og opnast hefði vatnsæð í augum hennar, að fella svo
mikil tár, að undursamlegt var á að líta, og þrýsti þess
á milli kossum á hið andvana hjarta.
Hirðmeyjar hennar, er stóðu umhverfis, áttuðu
sig ekkert á, hvaða hjarta það gæti verið, er hún talaði
þannig til; skildu ]?ær yfirleitt ekki neitt í neinu, en
urðu samt svo snortnar, að þær fóru allar að gráta og
báðu hana innilega að segja, hvað að henni gengi, jafn-
framt því, sem þær leituðust á allar lundir við að hugga
hana. Þegar henni nú virtist, að nóg væri grátið, hóf hún
aftur upp höfuð sitt, þerraði sig um augun og mælti:
„Iíjartans hjarta! Nú er ég búin að ganga frá þér eins
og' skyldugt var, og nú er ekki annað fyrir en að flýta
sér á fund sálar þinnar“. Lét hún nú rétta sér eiturflösk-
una, og er hún hafði hellt úr henni yfir hjartað, sem var
orðið blautt af táraskúrinni, þá hóf hún bikarinn djarf-
lega að vörum sér og teygaði úr honum til hinnsta dropa.
Er hún hafði drukkið, steig hún upp í hvíluna með bik-
arinn í hendinni, breiddi ofan á sig sængina og lagði
hjarta elskhuga síns ofan á sitt eigið hjarta. Eftir það
beið hún þögul dauðans.
Enda þótt meyjarnar, er sáu þetta allt og heyrðu,
hefðu ekki vitneskju um, hverskonar vökvi það væri, er
hún hafði drukkið, þá þótti þeim það allt svo ískyggileg't,
að þær gerðu Tancredí viðvart undir eins, og kom hann
með flýti fullur kvíða, einmitt þegai' Glhsmonda var að
stíga upp í hvíluna. Tók hann nú seint og um síðar að
hughreysta hana og hugga með hlýlegum orðum. En þeg-
ar hann sá, að lífsþráður hennar var að slitna, þiðnaði
liann og leystist í úrræðalausum iðrunartárum. Er Ghís-
monda varð þess vör, hóf hún máls og mælti: „Geymdu
tár þín til annars tækifæris; mér er engin línkind í þeim.
Hefir nokkur sést annar en þú, Tancredí, gráta yfir að
fá vilja sínum framgengt? En ef að nú skyldi enn vera
neisti eftir af ást þeirri, er þú fyrrum barst í brjósti,
er það hinnsta bæn mín til þín, að úr því að þér þóknað-