Jörð - 01.09.1932, Page 160
158
FEGURÐ ÍSLANDS
[ Jörð
ist ekki að leyfa, að ég nyti Guiscardós á laun í lifanda
lífi, þá fái sálaður líkami minn að hvíla opinberlega hjá
líkama hans, hvar svo sem ]ni kannt að hafa kastað hon-
um, eftir að hafa líflátið hann“. Ekkaþrungin kvöl varn-
aði jarlinum svars. Ghísmonda, sem nú fann til þess, að
hún átti stutt eftir, þrýsti hjartanu andvana fast að
brjósti sér og sagði: „Guð veri með yður; nú fer ég héð-
an“. Þá lokaði hún augunum og missti meðvitundina.
Litlu seinna tók hún andvörpin. Svo sorglega lauk ástar-
æfintýri Guiscardós og Ghísmondu. Tancredí felldi margt
tárið yfir hinum framliðnu, því nú sá hann eftir grimmd
sinni, þó að seint væri. Lét hann jarða þau í sömu gröf
við almenna og mikla hluttekningu.
----o----
*
Fegurð Islands.
J ^ A N D I Ð okkar geymir í skauti sínu marga dásam-
lega prýði, sem lengst af hefir verið eins og hulin
flestum landsins börnum. Því hin harða barátta fólksins
fyrir lífinu hefir sjaldnast veitt því svo mikið frjálsræði
frá stritinu, að það gæti lært að meta og tileinka sér nógu
vel hinn ómetanlega arf, sem forsjónin hefir veitt íbúum
lands vors í hinni fjölbrevttu fegurð náttúru þess. Nú-
lifandi kynslóð hefir losast töluvert úr þessum fjötrum,
og fengið skilning og löngun til þess að auka þekkingu
sína á landinu og fegurð þess. Flest öll skólabörn á landi
voru, fá nú meiri þekkingu um útlit og náttúru lands síns,
heldur en lærðu mennirnir fyrir fáum áratugum síðan.
Fræðsla þessi og frjálsræði fólksins eru farin að opna
augu þess fyrir nytsemi samlífs við náttúruna.
Fossarnir.
A Ð ÞESSU sinni verður vakin athygli lesendanna
á einni grein hinnar íslenzku náttúrufegurðar — f o s s-
u n u m.