Jörð - 01.09.1932, Síða 161
Jörð]
FEGURÐ ÍSLANDS
159
Fossar eru óteljandi á landi voru; þeir eru heilt ríki
í hinm íslenzku náttúru; og' væri fróðlegd og skemmti-
legt að kynnast því ríkí nokkru nánar en við höfum átt
kost á. Nú flytur „Jörð“ nokkrar fagrar fossamyndir,
eru þær allar af fossum í Skógá undir Eyjafjöllum.
Skógá er tiltölulega lítil og ein með styttri ám á
landi hér, en þó hefir hún að geyma þessa miklu fossa-
prýði: Skógafoss sjálfan, einn hinn fegursta foss lands-
ins, og nær tuttugu fossa þar að aulci. — í þessari fossa-
ríku á, er fólgin orka, sem nægja myndi til að lýsa
upp stóra borg eða þá að lýsa og hlýja híbýli og hugi fólks
í fjölbyggðri sýslu. Alstaðar, sem fossar falla af bergi
fram, losnar vatnadísin úr fjötrum, og gefur orku sína til
kynna með fossniðnum, sem berst á hljómöldunum út um
nágrennið. — Islendingar hafa margir alist upp við þenn-
an nið, hann ómar í endurminningunni, þó að þeir kom-
ist á elliár og dvelji um langan aldur fjarri æskustöðv-
unum, og fáu unna þeir meira í átthögunum en fossin-
um sínum. Mörg af skáldum vorum hafa ort einhver beztu
kvæðin sín um fossana; og hagyrðingamir hafa sum-
ir rninnst á fossinn sinn, í þýðum stökum. Allir vilja
syngja fossinum lof, hvort sem þeir eru skáld eða eigi. Því
fátt hrífur huga og sál meira, en áhrifamáttar hins tign-
arlega foss.
Við ferðumst um fagurt hérað á sólbjörtum sumar-
degi, við erum á leið til að skoða fagran foss. Hann blas-
ir við sjónum okkar löngu áður en komið er að honum.
Við færumst nær og nær og hin laðandi mynd skýrist
betur, og nú berst hinn máttugi niður okkur til
eyrna, — niðurinn hækkar og við verðum að veita lotn-
ingu með þögn, — en „ekki er hart að þegja þá, þegar
bjarti fossinn talar“, segir góður hagyrðingur, þar sem
hann minnist fossins á æskustöðvunum. Nú erum við kom-
in inn í úðann frá fossinum; við verðum eins og heilluð;
orð og hugsun verður að engu fyrir hinu mikilfenglega,
sem við okkur blasir.
-o-
Magnús Gíslason.