Jörð - 01.09.1932, Síða 164
162
FOSSARNIR í SKÓGÁ
[Jörð
Fossarnir 1 Skóg*á.
Q F T minnist ég ferðamannastraumsins að S k ó g a-
f o s s i, er ég var unglingur fyrir rúmum 30 árum, og
átti heima á næsta bæ við fossinn, Drangshlíðai'dal, sem
stendur vestan árinnar, en austan undir Drangshlíðar-
fjalli. Skemmtiferðafólkið reið jafnan inn að fossinum,
dvaldi þar nokkra stund, og hvarf svo oftast sömu leið
til baka. Fáir einir voru það, sem lögðu á sig erviðið
að ganga upp fossbrekkurnar og upp á fossbrún, en
lengra inn með ánni hygg ég að nær engir skemmtiferða-
menn hafi íarið.
Á síðari árum hefir mig oft langað til að fara inn með
Skógá. Ég hefi vitað þar af mörgum fossum í ánni — að
vísu engum eins stórum og Skógafossi — en sumum samt
allstórum. Úr þessu ferðalagi varð þó fyrst í fyrra sum-
ar, að ég brá mér þangað út eftir, ásamt syni mínum,
Kjartani, 12 ára gömlum. Við fórum í bíl héðan frá Vík
og lögðum af stað um kl. 10 árdegis, en komum út að
Skógá upp úr hádeginu. Sólskin var á og blíðviðri. För-
inni er heitið inn með Skógá, til að taka myndir af foss-
um í ánni. Eftir stutta dvöl í Drangshlíðardal leggjum
við af stað og höldum austur að Skógafossi. Kjartani
verður starsýnt á fossinn, enda er þetta í fyrsta skifti á
æfinni, að hann sér svona vatnajötunn.
Við göngum upp á fossbrún. Grösugar flatir blasa
við vestan árinnar. Þær eru nefndar Fosstorfur. Áin renn-
nr hér í nokkuð breiöum farvegi og í botninum er blá-
grýtishella, sem vatnið hefir illa unnið á. Skammt frá
fossbrúninni, og rétt neðan við lítinn foss — hinn fremsta
uppi á heiðinni — sjáum við hóhna úti í ánni. Það er
Hestavaðshólmi; oftast nefndur Viðarhólminn. Er
hann víði vaxinn og miklu blómskrúði. „Hulinn verndar-
kraftur" hefir varðveitt þenna hólma, meðan skógurinn
var eyðilagður allt um kring. Þjóðtrúin hefir bannað að
hreyfa þar við nokkrum hlut. Huldufólk á hólmann. —