Jörð - 01.09.1932, Side 165
Jörð]
FOSSARNIR í SKÓGÁ
163
Við gðngum fram hjá hólmanum og hinum fyrsta heiðar-
fossi. Fellur hann niður af lágum þrepum bak við hólm-
ann. Ofan við þennan foss er hægt að ríða ána á svo-
nefndu Hestavaði. Við nefnum því þenna foss Hestaxaðs-
foss. Spölkorn frá honum, austan við Fosstorfurnar, kem-
ur næsti fossinn — Fosstorfufoss. Þar innar af hækkar
árgilið allmikið. Stórbjörgin hafa sumstaðar fallið þar úr
gilbörmunum niður í ána, og á einum stað hafa klett-
arnir byggt brú yfir hana, Steinbogann svonefnda. Þar
má ganga þurrum fótum yfir ána, en vatnið þrengir sér
hyldjúpt neðan undir milli klettanna.
Skammt ofan við Steinbogann blasir við næsti foss-
inn, Steinbogafoss. Við göngum niður í gilið fram-
an við fossinn. Við sjáum þaðan vel til Eyjafjallajökuls,
sem gnæfir uppi yfir fossinum í baksýn.
Af fossum þeim, er næst verða á vegi okkar má
nefna F r e m r i- og I n n r i - F e 11 s f o s s. Þegar inn
fyrir þá kemur, verður heiðin hrjóstrugri, og ekki eins
greiðfært meðfram ánni. Sumstaðar á þessu svæði er ár-
gilið djúpt og hrikalegt. Margir fossar verða hér enn á
leið okkar, og skulu aðeins nefndir nokkrir þeirra. Er þá
fyrst Skálabrekkufoss, sem er einn af hæstu heið-
arfossunum. Fellur hann niður i þröngu gljúfri og er erf-
itt að komast að honum vestanmegin. Rétt ofan við hann
er S k á 1 a b r e k k u f o s s h i n n e f r i og þar alllangt
innar K r ó k s f o s s, sem sennilega er hæstur heiðar-
fossanna.. Væri gaman að fara þarna niður í gilið, en tím-
inn leyfir það ekki, þar sem ennþá er drjúgur spölur inn
að innstu fossunum í ánni. Við höldum því áfram inneftir
frá Króksfossi. Á leið okkar verða ennþá nokkrir fossar,
sem við getum því miður lítið athugað; og staðnæmumst
við nú ekki fyr en norður við svonefndar Landnorðurs-
tungur. Hér skiftist áin í tvennt. Kemur önnur kvíslin frá
norðn, en hin austan að. Degi er nú tekið að halla. Beint
á móti okkur blasa við Landnorðurstungufoss-
a r’n i r þrír í eystri kvíslinni. Til þess að komast að þeim
verður að fara yfir vestri kvíslina og er ekki um annað
11*