Jörð - 01.09.1932, Side 168
1G6 BÆKUR SENDAR RITSTJÓRA JARÐAR [Jörð
Hikum vér ekki við að telja hana snilldarverk, slíka leik-
andi auðlegð, sem þar er að finna í viðhorfum og rit-
hætti: Yzta borðið er oftast óþrjótandi fyndni; stundum
innilegur einfaldleiki; snjall prédikarastíll kemur þar og
fyrir. Næst undir því kemur römm ádeila í sambandi við
glögga mannþekkingu. Undir öllu saman er drengileg til-
finning og bjartsýni.
7. Prédikanir eftir síra Halldór Kolbeins
fyrir Jólaföstu og hátíðisdagana fram yfir nýár fást hjá
bóksölum. „Jörð“ leyfir sér að vekja athygli á þessari
ágætu litlu bók, ekki sízt þeirra, sem þótti mikið til koma
prédikunar hans, er birtist í „Jörð“ I, 2.—3.
8. The Abingdon Press, New York, Cincinnati,
Chicago, sem er frumútgefandi bókarinnar „The Christ
of the Indian Road“ gefur út margar ágætar bækur. Get-
ið skal hér um tvær nýútgefnar bækur frá þessu forlagi,
Spiritual Hiltops, A Book of Devotion
eftir Ralph S. Cushman, örstuttar, en í ýmsu
snjallar morgunhugvekjur, bæn og ljóð eftir hverja hug-
vekju. Hér er viðfangsefni fyrir góðan ljóðaþýðanda. —
The Book We Love eftir Charles L. Godell.
13 ritgjörðir um Ritninguna. Fyrri bókin er 159 bls., sú
síðamefnda 108, kosta einn dollar hvor.
Aðrar bækur.
1. Magnús Helgason: Kvöldræður í
K e n n a r a s k ó 1 a n u m. Einhver hin bezta alþýðubók.
Sjálfsögð í hverju lestrarfélagi. Upphafserindi bókarinn-
ar „Signýjarhárið“, er afburðaglæsilegt. Svipuð eru fleiri.
2. Guðmundur Finnbogason: Úrvals-
greinar. Bókin er þýðing á snjöllum, listrænum rit-
gerðum (essays) eftir enska höfunda.
Merkilegt er t. d. að fá að vita, hvílíkur spekingur
Leonardó da Vincí var; hann er málaði kvöldmál-
tíðarmyndina frægu og Mona Lísu. Lét hann í Ijós hina