Jörð - 01.09.1932, Síða 171
Jörð]
ARFUR NORRÆNNAR HF.IÐNl
169
Arfur norrænnar heiðni.
^ VO vei'ður réttast að orði kveðið, að íslenzk þjóð hafi
hafnað heiðnum s i ð og tekið kristinn sið árið 1000.
En jafnvel breytingin á siðnum var hjá þorra manna í
fyrstu aðeins breyting á hinni opinberu guðsdýrkun. Þó
verður þess ekki dulizt, að íslenzkar sögur fornar bera
þess minnjar, að barátta tveggja trúarskoðana hefir orð-
ið brjóstum vöskustu manna þjóðarinar eins og gróður-
regn frjósömum akri. Svo var eigi aðeins um þá kyn-
slóð, er lifði árið 1000, heldur og margar kynslóðir síð-
ar; því að í trú og lífsskoðun átti norræn heiðni enn langt
líf fyrir höndum árið 1000. Margt það, er einkenndi krist-
inn sið og kristna trú í menningarlöndum Vestur-Evrópu,
og annað, er þar fór í fylgd kristins siðar, fór og sigurför
um okkar land, er aldir liðu. En þó hvarf forn heiðin trú-
arsjón og lífshorf aldrei með öllu. Mér rennur jafnvel í
grun stundum, að enn í dag eigi norræn heiðni engu
minni tök á lífssýn okkar íslendinga og hugarfari, held-
ur en kristnin, sem við höfum þó játað sem trú okkar
meir en 9 aldir. Ef til vill eigum við eftir að viður-
kenna þá heiðni sem dýrmæta arfleið, samræmda og
samkvæma kynþætti okkar. En ef svo er, þá eigum við
eftir að skíra þá erfð, brenna úr henni eirinn og geyma
gullið sem helgan dóm.
Fyrir mínum sjónum var og er norræn heiðni að
furðu litlu leyti fólgin í trú á þá guði, er menn gáfu
nöfn og tignuðu í hofum. Mér hefir alltaf fundizt, að
norrænir guðir hafi verið forfeðrum okkar að miklu leyti
aðeins t á k n m y n d i r dularfullrar náttúrunnar, mikil-
leika hennar og máttar: himins og jarðar, hafs og fjalls,
sólar og tungls, dags og nætur, ljóss og skugga, íss og
elds, regns og eldingar, lífs og gróðrar. En þeir voru
um leið táknmyndir þess, er gerist í huga manna, tákn
þess er menn fundu þar dýrmætast og bjartast
eða dularfyllst og ógurlegast. Þeir voru og svipmyndir