Jörð - 01.09.1932, Síða 172
170
ARFUR NORRÆNNAR HEIÐNI
[Jörð
af mannlegum sigrum og mannlegum breyzkleika. En þó
að menn lýsi viðhorfi sínu við fyrirbærum dularfulls
lífs með ólíkum táknum, getur vel verið, að þau fyrir-
bæri hafi snortið þá á mjög líkan hátt. Og því getur
]>að og vel verið, að t r ú i n sé furðu lítið breytt, þó að
fornir guðir hverfi úr hofum og jafnvel úr hugarheimi
manna. Menn finna og skilja mikilleik dularfullrar nátt-
úru, dularfulls lífs og dularfulls djúps eigin barms mjög
á sama veg og áður, þó að menn breyti um nöfn á fyrir-
brigðum. Himininn speglast furðu líkt í okkar augum og
augum forfeðra okkar fyrir 1000 árum; Jörðin er að
mestu hin sama, óskir manna furðu lítið breyttar; menn
skilja líkt og áður fall og sigur, kvöl og nautn, gróður
og hnignun, gildi og fánýti, frið og baráttu, lífið og
dauðann.
Og norrænir guðir voru heldur aldrei þau tákn mik-
illeika lífsins, er forfeðrum okkar voru ríkust í huga eða
skýrust. Trúin á ö r 1 ö g i n átti miklu dýpri rót í huga
þeirra en trúin á Þór og Óðinn og Freyju. Og ég held,
að norræn heiðni hafi aldrei séð skýrar eða meira í senn,
en þegar hún sér lífið allt í imynd Yggdrasils, asksins,
sem breiðir lim sitt yfir allan heiminn, heldur uppi
himninum yfir honum, skýlir honum, vökvar hann með
dögg sinni. Hann stendur iðgrænn yfir brunni Urðar,
örlaganornarinnar, „ausinn hvítaauri“, heilögum úða. Og
þó verður þessi ímynd gróandi lífsins að berjast þrot-
laust við eyðingaröflin myrk og miskunnarlaus:
Askr Yggdrasils
drýgir erviði
meir en menn vita:
hjörtr bítr ofan,
en á hliðu fúnar,
skerðir Níðhöggr neðan. (Grímnismál 36).
Líklega hefir engri þjóð verið ljósara en forfeðrum
okkar, að ekkert lifir án baráttu fyrir viðhaldi sínu,
baráttu við dauðann og hrörnunina, og að sú barátta er
svo samtvinnuð við gróandann og vöxtinn, að það verð-
ur ekki sundur skilið. Lífið vex ef til vill ekki meir en