Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 174
172
ARFUR NORRÆNNAR HEIÐNI
[Jörð
Baldur og Höður að koma aftur, reisa guðavá á nýrri
Jörð, risinni úr hafi. Og til voru þeir menn, sem létu sig
dreyma um, að þá kæmi íullsæla um eilífar aldir. En það
líf, er þá var í vændum, var aðeins lítill kvistur af lífi
okkar heims. í raun og veru átti hver einstaklingur, sem
lifað hafði á Jörðinni að tortímast að fullu, vegna þess
sjúkleika, er í lífinu sjálfu bjó og aldrei gat læknazt.
Um þenna dauða eru fornbókmenntir okkar frekast
alls. Það er ekki vegna neinnar ástar á dauðanum, heldur
vegna ástar á lífinu, að menn dylja sig ekki þess, sem
erviðast, er: að deyja. Það er til þess að geta lífað lífinu
með þreki, geta þolað hverja raun með vaxandi dug.
„Skalt með heilum hörmum orðstír kaupa ævarandi"1).
Menn áttu að vera heilir í starfi, heilir í baráttu, heilir
og geiglausir í ósigri og dauða.
En hvernig mátti fögnuðurinn með „hina fjölnýtu
lold“ verða samrýndur trúnni á Ragnarök, ástin á lífinu
samrýnd því, að menn sáu myrkur yfir lokum þess?
Menn nutu þess verandi, án þess að dylja sig fallvaltleik
þess. Er ekki dagurinn jafn bjartur og fagur, þó að nótt-
in fylgi honum? Verður ekki dýrð hans enn meiri náðar-
gjöf, ef við höfum þrek til að þola, að ský dragi fyrir
sólu, og þrek til að sjá, að myrkrið fellur að lokum á?
Þessari heilsumiklu, þrekmannlegu nautn þess ver-
andi verður eigi betur lýst en með visu úr Hávamálum:
Eldr er beztr
með ýta sonum
ok sólarsýn,
heilyndi sitt,
ef hafa náir
ok án löst að lifa.
Hvílík guðleg gjöf var eldurinn dauðlegum jarðar-
niðjum, er þeir höfðu „of fjall farit“ og voru „kaldir á
knéi“. Er þeir komu inn í stofuna, brunnu langeldar á
miðju gólfi, þar mátti þerra klæði sín og baka sig við
') Jiessi orð eru eftir sanuheiðnastan manh siðari tíma, St.
G. St.