Jörð - 01.09.1932, Page 175
Jörð]
ARFUR NORRÆNNAR HEIÐNI
173
eldinn. Hitt var harla tómlegt, að eldurinn brynni, en
enginn gæti notið hans: „eld sá ek brenna auðgum ínanni
fyrir, en úti var dauðr (dauðinn) fyrir dyrum“. Eldur
heimilisins var heilagur; ef hann slokknaði, var ógæfan
ráðin. Og var eigi skyldleiki með eldinum og því, er bezt
var í fari manna ?: „Brandr at brandi brennr unz brunn-
inn er, funi kveykisk at funa, maðr at manni verðr at
máli kuðr“. Var ekki eldurinn ímynd lífsins sjálfs, iieil-
agra ástríða þess, hita baráttu þess, ástarinnar og hat-
ursins? Eigi varð dýrðlegri óður um lífið sunginn en
þessi: „Eldr er beztr með ýta sonum“.
„Ok sólarsýn“. Hvílik dásemd hafði jarðarbörnum
verið gefin með sólinni! „Þá var grund gróin grænum
lauki“. En „sólarsýn“ er ekki aðeins sólskinið, heldur
einnig hæfileikinn til að sjá til sólar, geta metið dásemd-
ir þessa dularfulla heims. Því varð göfugmennsku Þor-
kels mána ekki betur lýst með öðru en frásögninni um
það, að á banadægri lét hann bera sig út í sólargeisla og
fól sig í hendur þeim guði, er sólina hafði skapað.
Enginn naut eldsins og sólarsýnar til fulls, nema
„hafa heilyndi“, andlegt heilbrigði og líkamlegt. Aðall
hvers manns var heill hans og heilsa, menn skyldu vera
óklofnir í vilja og skapi, með alla krafta heila og ó-
skemmda andlega og líkamlega. Þá gæfu hugðu forfeður
okkar ekki svo mjög gjöf guðanna, heldur var hún miklu
fremur d y g g ð; menn áunnu sér hana, með því að láta
eigi bugast, bogna eigi né brotna, sundrast eigi fyrir
margvíslegum ástríðum, fyrir margvíslegum öflum, er
toguðu til ýmissa skauta; rnenn áunnu sér hana með
þreki, drengskap. Orðið d r e n g u r er leitt af drangur.
Drengur var þvílíkur og kletturinn úr hafinu, er stóðst
vogana og holskeflurnar. Og þó þurfti meira til að vera
drengur. „Drengir heita vaskir menn og b a t n a n d i“
segir Snorri Sturluson. Hamingja lífsins og sigursaga er,
að þvi fylgir sífelldur endurtekinn gróður, lífsmeiðurinn
laufgast alltaf á ný, þrátt fyrir erviðið, sem hann verður
að drýgja.Upp af þvílíkum skilningi á drengskap, heilyndi,
heilsu og heill skyldi spretta sú barátta, er rnenn háðu í