Jörð - 01.09.1932, Qupperneq 176
174
ARFUR NORRÆNNAR HEIÐNl
[Jörð
lífinu. Menn þurftu að reyna sig snemma, leggja á hættu
og standast mannraunir, til að verða þrekmenn. Enginn
var heill fyrr en reyndur. Baráttan var ekki aðeins til að
sigra aðra, þó að til þess væri að vísu ærin nauðsyn,
heldur einnig og miklu fremur til að sigra andstæðurnar
í sjálfum sér. „Heilyndið“, baráttan, drengskapurinn og
gróðurinn rann allt saman í eina lífskennd, eina hugsjón.
En sá, er tapaði, var sekur. En „sektin“ var ekki
fyrst og fremst fólgin í því að verða undir í viðskiftum
við aðra menn, heldur í því að halda ekki orð né ætlan,
vera sjálfum sér ósamkvæmur, ósannur, óheill, vera níð-
ingur. Verst var að vera hvers manns níðingur, öllum
óheill. Það var að „lifa við löst“. Löstur er brot (sbr.
limlestur) og að lifa við löst er því að vera brotinn, ó-
heill. Til þess að forðast löst var röskum manni þo ekkert
fyrirlitlegra en liggja í öskustónni, forðast lífið og bar-
áttu þess. En þó að ekki tjáði að forðast lífið, skyldi
margvíslegrar varúðar gætt, menn skyldu vera í einu
gætnir og hugdjarfir: „Vápnum sínum skala maðr velli
at feti ganga framar“. En eins og menn skyldu aldrei
vera varbúnir við baráttu, skyldu menn og forðast ]?að,
að ósekju, að um þá væri togast frá tveim skautum. Því
skyldi enginn vera vinur vinar óvinar síns. Þá var hætt
við, að einhversstaðar kæmu fram óheilindi, „löstur“, í
lífi manna og baráttu. Og þó voru dæmi til um afreks-
menn, er voru tveggja óvina vinir og trúir báðum. Því-
líkur var manndómur Arinbjarnar hersis Þórissonar.
Hann barg Agli Skallagrímssyni úr höll Eiríks konungs
og brá þó aldrei tryggð sinni við Eirík og fylgdi honum í
dauðann. En frá vaskari manni og gæfumeiri en Arin-
birni segir eigi í fornum sögum íslenzkum. En hiri voru
dæmin fleiri, að lestir, sundrun krafta, er ekki urðu aftur
sameinaðir, leidu til tjóns og falls. „Sá er löngum endir á
íslendingasögum“. Hvergi kemur það þó skýrar fram en
í þeim sögnum, er lengst höfðu fylgt kynþættinum og
mest af honum mótazt, sögnunum um Sigurð Fáfnisbana,
Brynhildi og Guðrúnu. Hvilíkur ljómi og fegurð yfir
æskunni og hvílik óheill að lokum! Sigurður gaf ást sína