Jörð - 01.09.1932, Page 177
Jörð]
ARFUR NORRÆNNAR HEIÐNI
175
tveimur konum, og því er honum ráðinn dauði. Bi'yn-
hildur er tæld til að giftast öðrum en hún ann, og því
getur hún ekki lifað, og ekki heldur unnað „frumver“
sínum lífs. Vilji Guðrúnar er klofinn milli ástar hennar
til eiginmannsins og skyldunnar við bræður hennar, er
ráðið hafa manni hennar bana. Því verður hún svo átak-
anlega lostin harminum, sem lýst er í Guðrúnarkviðu
fyrstu, og harmur hennar verður ekki leystur upp, nema
persónuleiki hennar leysist sundur um leið.
Því meira sem mönnum er gefið, því meiri hætta er
á, að menn sundrist, tvístrist. ,,Oft fá á horskan, er á
heimskan né fá, lostfagrir litir“. Þó er lífið aldrei eins
heillandi og þegar auðlegð þess er mest, því að þá er
fylling ]æss næst. Svo mikil íþrótt er lífið, að aðeins þeir,
sem bæði eru mildir og fræknir, geta lifað því vel („Mild-
ir, fræknir menn bezt lifa“, Hávamál). Vel skildu menn,
að það var fátækur maður, sem ekki átti nema aðra hönd-
ina, þá er þáði. Kemur það ljóst fram í þættinum um
Harald konung harðráða og Brand örva. Konungur hafði
margt heyrt um örleik Brands og gerði það til raunar við
hann, að hann sendi Þjóðólf skáld sitt til hans, þar sem
hann var í skemmu sinni og stikaði léreft, og lét biðja
um að gjöf handa sér fyrst skikkju þá, er Brandur var
klæddur, þá öxina, er hann hafði í hendi, og síðast kyrtil-
inn, er hann stóð í. Allt lét Brandur af hendi við konung
orðalaust, en erminni annari spretti hann af kyrtlinum
og hafði hana eftir. Er konungur fékk kyrtilinn, leit hann
á og mælti: „Þessi maður er bæði vitur og stórlyndur.
Auðsætt er mér, hví hann hefir erminni af sprett: hon-
um þykir sem ég eigi eina höndina, og þá þó að þiggja
ávalt en gefa aldrei“. — „Viðurgefendur (þ. e. þeir, er
skiftast á gjöfum) eru vlnir lengst, ef það bíður að verða
vel (þ. e. ef þeir verða sannir vinir). Það er eigi af því
fyrst og fremst, að „æ sér til gildis gjöf“, heldur er það
vegna þess einkum, að menn þurfa að eiga vini, sem eru
jafnokar þeirra; vini, sem þeir geta bæði veitt og þegið
af, svo að líf þeirra auðgist. En ef á hallaði, þá skildu