Jörð - 01.09.1932, Side 178
176
ARFUR NORRÆNNAR HRIÐNI
[Jörð
menn vel, að það var manndómsauki, að gefa meira en
þegið var. Slíkur var háttur þeirra, er voru sannir höfð-
ingjar.
E N N Ú kem ég að því, er mér finnst mestu máli
varða: Finnst ekki mörgum þeim, er þetta les, sem hér
sé engu síður snortið við viðhorfi sjálfra þeirra gagn-
vart lííinu, heldur en að hér sé verið að skýra þeim frá
„fornum vísindum“? Með öðrum orðum sagt: Er ekki
enn hægt að lýsa svo fyrir mönnum ýmsum atriðum
þeirrar lífsslmðunar, er einkenndi norræna heiðni, að þeir
finni í þeirri lýsingu furðu mikil brot af sinni eigin lífs-
skoðun? Og ef svo er, að furðu mikið af kjarna heiðinnar
lífsvizku sé enn að finna í brjóstum þjóðarinnar, þrátt
fyrir allar þær öldur sundurleitra menningarstrauma, er
yfir landið hafa fallið um margar aldir, og þrátt fyrir
það, þó að þjóðin hafi ekki þorað að kannast við það i 9
aldir, að hún ætti í hugskoti sínu nokkrar leif'ar fornrar
heiðni; mun það þá ekki sönnun þess, að í norrænni heiðni
sé að finna furðu mikið af skilningi á rökum lífsins, eins
og það hlýtur að verða skynjað — og lifað — af okkur,
þessum norðursins börnum? Og þó er það margt, sem ég
hefi ekki rakið, sem er nútíma íslendingi eins nærri, og
það sem ég hefi rakið eða drepið á. Ég vil aðeins benda
á sem rannsóknar- og íhugunarefni forna og nýja trú á
örlög og forna trú á fylgjur og hamingju, og þeirri trú
til samanburðar tilfinningu nútímamannsins fyrir öflum
þeim, er reisa hann og fella í lífsbaráttunni. Ég veit, að
margt er óskylt um þessi efni fyrr og nú, en þó skilur
þar fleira búning en kjarna.
Og ennfremur: Er ekki í skilningi norrænnar heiðni
á rökum lífsins að finna nokkurn vísi til þeirrar menn-
mgar, er náð getur mestum þroska hér á landi með þeirri
þjóð, er nú byggir landið? Þó að þetta sé enn ekki nema
spuming, vil ég þegar taka það fram, að mig dreymir
engan veginn um endurreisn þeirra trúarbragða, er hér
voru váðandi fvrir 1000 árum. Ég veit, að norræn heiðni