Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 179
Jörð]
ARFUR NORRÆNNAR HEIÐNI
177
er þjóð okkar eins og sjóður, sem ekki hefir fengið að
ávaxtast í 1000 ár. Og’ skilning-ur á lífinu og fyrirbærum
þess verður að vera eins og starfandi fé, til þess að
njóta sín og tapa ekki gildi sínu að miklum mun. Og þó
ber ég spurninguna fram í fullri alvöru. Ég trúi því, að
enn sé varðveitt málmgildi þessa forna sjóðs. Og ég trúi
því ennfremur, að norrænn skilningur á rökuiri
lífsins, norrænn skilningur, ereigimót-
ar hugsun okkar aðeins, heldur og allt
okkar líf, sé það eina verð, erviðgetum
greitt heimsmenningunni fyrir það
marga, er við höfum þegið.
Ég veit vel, að norræn heiðni var um margt of böl-
sýn, tii að geta leitt þjóðina á götu til glæsilegra menn-
ingarsigra. Svo sönn sem Baldurssögnin er, hnigu þó öll
rök að því, að Baldur, sem ekki varð grátinn úr Helju,
viki úr öndvegi fyrir Kristi, sem heimtur var úr Iielju.
Það er lífsnauðsyn hverri þjóð, að eiga bjartsýni til að
geta trúað því, að hið góða og fagra sé eilíft og ósigrandi
og geti leyst sig úr öllum viðjum hins illa, og sé ekki í
ósamræmi við innsta eðli lífsins. Og það er dauðadæmd
þjóð, sem trúir því í fullri alvöru, að ekki sé annars að
vænta en Ragnaraka. Það er þó bjartara í þeirri veröld,
þar sem syndafallið er að baki, þó að það kasti skugga
erfðasyndarinnar yfir breyzkt mannkyn. Svo veik var
norræn heiðni sem t r ú, að jafnvel illa boðaður mið-
aldakristindómur hlaut að hrósa sigri yfir henni a. m. k.
á yfirborði
Því að norræn heiðni átti enga draumsjón er gæti
orðið blossandi viti á vegferð mannkynsins til hins ó-
kannaða lands framtíðarinnar. Þann vita átti Kristindóm-
urinn og á enn í boðskap Krists um þúsund
ára ríkið, hvort sem menn nú vilja leita þess ríkis í
þessum heimi eða öðrum. Og sá viti virðist vera svo mik-
ill og máttugur í eðli, að hann blossar jafn bjart í augum
þeirra, er ætla allt annað í Kristindóminum hégiljur ein-
ar, sem hinna, sem sannkristnir vilja teljast.
En þó að kristnin hafi hrint heiðninni úr stóli
12