Jörð - 01.09.1932, Síða 180
178
ARFUR NORRÆNNAR HEIÐNI
[Jörð
með íslenzkri þjóð, þá er allt vopnabrak frá bar-
áttu þeirra tveggja siða svo löngu hætt, að kominn ætti
að vera tími til rólegrar athugunar á því, að hið bezta í
heiðnum dómi er ekki andstætt Kristindómi eða nokk-
urri bjartsýnni trú eða lífvænlegri lífsskoðun. G u ð s-
ríki á Jörðu verður aldrei reist af nor-
rænum mönnum, nema fylgt sé hugsjónum
norrænnar heiðni um drengskap og
dygg ð. Og norrænir menn öðlast heldur ekki þegnrétt
í neinu þúsund ára ríki, nema með heiðinni dyggð.
Og af norrænni heiðni getum við lært það, sem er
okkur furðu nauðsynlegt: að sjá og meta þá eilífu heil-
ögu grózku, sem í lífinu sjálfu býr. Af henni getum við
lært að meta eldinn og sólarsýn, „heilyndi — ok án löst
at lifa“. Af henni getum við lært að sjá erviðið, er askur
Yggdrasils drýgir —• sjá baráttu lífsins við eyðingaröflin
— og l'inna metnað okkar og manngildi í því, að taka það
erviði á okkur að okkar hluta, í stað þess að glúpna eða
verða eyðingaröflunum að bráð af einskæru þrekleysi. 1
þeim hvirfilbyl staðlausra og sundur-
leitra lífsskoðana, er nú fara yfir land-
ið, getur þjóðin helzt fundið það, sem
stnðugt er í lífshorfi hennar, í þeim arfi,
sem hún á enn eftir norræna heiðni.
En að lokum verð ég að biðja menn gæta þess, að
sá arfur er ekki eingöngu fólginn í fornum sjónarmiðum
yfir mannlegt líf. Þó að þau sjónarsvið, er okkur opnast
frá þeim sjónarmiðum séu merkileg á margan hátt, og
geti hjálpað okkur að skilja, hvað okkur er runnið í
eðli og hvað er aðeins tízkusvipur dagsins í dag og dags-
ins í gær, þá er þó sá hluti arfsins öllu merkilegri, er
geymzt hefir í skapferli kynþáttarins eins og falin glóð.
Það er ekki mest um vert að geta skilið og metið norræna
óyggð — þó að það sé mikils vert — heldur hitt að e i g a
hana: þenna næmleik persónuleikans fyrir gildi hins ver-
andi og þenna þótta persónuleikans að horfa með öryggð
og þreki gegn guðum og örlögum. Við þurfum einskis
fiekar nú gegn veikleik hins nýja siðar, er vill bræða