Jörð - 01.09.1932, Side 182
180
LITIL MUNNMÆLASAGA
[Jörð
skapar og skilnings á lífinu. til þess að opna augun á
heiminurn gagnvart nokkrum mikilvægum atriðum fagn-
aðarerindisins, sem hafa sætt misskilningi og vanmetum
fram að þessu.
o
Lítil munnmælasag*a.
^ OFANVERÐUM embættisárum Guðbrandar
biskups Sveinssonar, kom til Iióla fátækur föru-
drengur og hittir biskup úti staddan fyrstan manna.
Drengur ávarpar hann og segir: „Sæll vertú“. Biskup
tekur kveðju hans. Lætur nú drengur hvað reka annað,
og segir: „Ræður þú nokkru hér?“ —„Svo er kallað“,
svarar biskup. „Fæ ég að vera hér í nótt“, segir drengur.
— „Vera má það“, segir biskup. „Kanntu nokkuð að
starfa?“ — „Moka flór, rífa þorskhöfuð, tefla skák“,
svarar drengur. „Þá skulum við reyna eitthvað af þessu“,
segir biskup.
Fara þeir síðan inn í stofu, og setjast í sinn stólinn
hvor, og fara að rífa þorskhöfuð. Þegar biskup er búinn
að rífa þrjú höfuð, er drengur búinn með sex. Nú fara
þeir að tefla, frá einu kvöldi til annars — mun hafa ver-
ið „valdskák", og vann drengur taflið. Þá segir biskup:
„Á æskuárum mínum þótti ég kunna að rífa þorskhöfuð,
og skák hefi ég teflt ungur og gamall, en sjaldnast hefi
ég mokað flór. Viltu ekki vera hér í vetur?“ — „Ójú“,
segir drengur, „ef mér er það betra en að ganga um
sveitina vetrarlangt". — „Þú sérð það, ef þú reynir það“,
segir biskup. Varð drengur þá kyrr á staðnum, og setti
biskup hann til mennta. Þessi piltur var séra Eyjólfur
Jónsson, síðar prestur til Lundar í Lundarreykj adal 1634
—1672.
(Ari Hálfdánarson, hreppstjóri, á Fagurhólsmýri í
öræfum; áttræður).