Jörð - 01.09.1932, Blaðsíða 183
Jörð]
FRÆÐSLUKERFl ISLANDS
181
Fræðslnkerfi íslands.
ii.
JI ERSÖGLI vor í 1. árgangi „Jarðar“ um þverbresti
hins opinbera fræðslufyrirkomulags þjóðar vorrar,
hefir vakið ýmsa lærða og leika, til málsins um hug-
m.vnd, sem þjóðin virðist hafa verið þi-ungin af, æði lengi
— svipaða hugmynd um ástand skólamála landsins og vér
létum í ljós. Aðallega heyrast raddir þessar manna á
nJlli, enn sem komið er. Þó hefir „Eimreiðin“ tekið þétt
í sama strenginn í smágrein eftir ritstjórann. Taki nú al-
mannarómurinn um þetta, sem vér með sjálfum oss ger-
um fremur ráð fyrir að sé fyrir hendi, að taka á sig
ákveðnari myndir í prentuðu máli eða þingmálafundasam-
þykktum og þess háttar, þá teljum vér, að ræzt hafi hug-
boð vort um, að hér sé að endurtakast ævintýrið um „nýju
fötin keisarans“.
V É R höfum verið að reyna að rífa niður. Ekki af
því, að vér sjáum eítir stórfé til opinberra uppeldisráð-
stafana, heldur vegna þess, að vér þráum, að það komi
s.ð eindregnu gagni. Það er síður en svo, að vér teljum
of miklu fé varið til skólamála hér á landi. Ilvaða sjóður
skyldi svo sem svara betur vöxtum en börnin, ungling-
arnir, ef að í raun og veru tækist að ala þá upp til nátt-
úrlegrar menningar og manndáðar. Drengilegum mann-
skapsmönnum, víðsýnum og óskemmdum á brjóstviti, eru
allir vegir færir. Þeir verða ófrávíkjanlega „sjálfmennt-
aðir menn“, þ. e. a. s. munu ekki láta bregðast að afla
sér ailrar nauðsvnlegrar og nærtækrar þekkingar og tækni
með því margvíslega móti, sem lífið gefur tækifærin til.
0. það sem betra er: Þeir munu ekki láta bregðast að
nota sér þekkingu sína. Auðvitað á ríkið að greiða götu
slíkra manna til áframhaldandi menntunar með almenn-
um opinberum ráðstöfunum, sem bráðum skal nefna laus-