Jörð - 01.09.1932, Síða 184
182
FRÆRSLUKERFI ISLANDS
[Jörð
leg-a dæmi um, en aðallega kæmu í Ijós, þegar farið væri
að ræða málin af fleirum.
Undirstöðuatriðið er að gera sér al-
veg ákveðið ljóst, að hvaða takmarki
skuli stefnt með hinum almennu opin-
beru ráðstöfunum til uppeldis. Vér höfum
þegar látið í ljós skoðun vora á þessu í 1. hefti I. ár-
gangs, er vér héldum því fram, að takmark heilbrigðra
fræðslumála sé
gagngerð menntun 'almennings, án fráhvarfs frá
náttúrunni.
og gerðum ]?ví næst þá grein fyrir menntun, að hún sé
uppeldi, er hefir þau áhrif á einstaklinginn, að hann
verði hæfari til að lifa hverskonar heilbrigðu félags-
lífi —
sem maki, foreldri, heirnilismaður, sveitungi, þjóðfélags-
þegn, mannkynsmeðlimur o. s. frv. Vér teljum líklegt, að
betur mætti orða þetta; en vér teijum þetta orðalag lýsa
í aðalatriðum trútt sannleikanum um málefnið og því not-
hæft enn sem komið er. I greinum I. árgangs, einkum
hinni seinni, gerðum vér nokkurn veginn ljóst, að vér
höldum, að fræðslufyrirkomulag landsins hefir skotið
langt utan við mark, hafi það nokkurn tíma haft að mark-
miði gagngerða menntun almennings; hafi það nokkurn-
tíma verið annað en hálfhugsunarlaus eftirlíking skóla-
mála annara þjóða. Vér erum ekki að lá þeim, er fyrir
þessu stóðu. Barnið er að vitkast; menningin að vaxa;
þjóðinni að fara fram. Nú orðið er henni að verða skylt að
skapa sjálí; skapa sér sjálf skólafyrirkomulag með tilliti
auðvitað til reynslu annara, en aðallega þó með tilliti til
eigin aðstöðu gagnvart náttúru og sögu og mannkyns-
framtíðinni; frjálst af eigin brjóstviti. Þá mun þjóð vor
hafa eitthvað fleira en afrek feðranna til að miðla um-
heiminum. Lítil þjóð er einmitt tilvalin til að verða hinni
umsvifaþyngri til leiðbeiningar, og þó helzt þegar hún er
hið innra tiltölulega frjáls af stirðnuðum hefðum, svo ekki
sé fleira nefnt af ágætri aðstöðu Islendinga í þessu tilliti.