Jörð - 01.09.1932, Page 185
FRÆÐSLUKERFI ISLANDS
183
Jörð]
N Ú E R spurningin, hvaða bendingar vér teljum oss
fært að gefa um það, nákvæmar tiltekið, í hvaða aðferð-
um hins nýja fyrirkomulags sé að leita. Vér viljum ekki
teygja lopann að svo stöddu um ástæðurnar fyrir hug-
myndum vorum um þetta; aðeins taka þær stuttlega fram
í einföldustu dráttum.
Það er þá fyrst, að vér teljum, að Björn heitinn
J ó n s s o n ráðherra hafi séð rétt, þegar hann lagði fyr-
ir Alþingi frumvarp til laga um það, að h i n a 1 m e n n a
opinbera fræðsla skyldi flytjast af
barnsaldrinum yfir á unglingsárin, þó að
hugmvndin hafi þá e. t. v. ekki verið tímabær. Þó að
barnið hafi nefnilega sumar einföldustu og frumstæðustu
námsgáfur á hæsta stigi, svo sem hæfileika til lestrar-
náms og skriftar, þá eru námshæfileikarnir til flestra
annara bóklegra greina svo að segja hverfandi á núver-
andi skólaskyldualdri á móti því sem verður á gelgjuskeið-
inu eða upp úr því. Þetta er ofurskiljanlegt. Barnið hef-
ir nefnilega ekki þroska til að setja hið lærða í neitt telj-
andi samband við lífið sjálft; það er tiltölulega lítið farið
að hugsa um lífið. Unglingurinn aftur á móti er sjóðandi
hver af spurningum um lífið, og mun reynast sannur sjór
að taka við fræðslu, sem á lífrænan hátt fjallar um líf-
ræn efni.
Vér hyggjum því, að ekki eigi að heimta almennt af
börnum annað en móðurmálsgreinar og heilar tölur í
reikningi. Alls ekki annað — nema hvað Kirkjunni ætti
að vera trúandi til að tala einfalt og trútt við börnin um
drengskap og dyggð og hugsjón og trú í ljósi Jesú Krists.
Það eru sanneðlileg umræðuefni við börn. — Um leið og
prófskilyrðum yrði svo mjög fækkað, væri jafnframt gef-
ið að taka að leggja afdráttarlausa áherzlu á, að þessum
fáu undirstöðugreinum væri í raun og veru fullnægt. En á
það hefir töluvert skort fram að þessu.
Jafnframt yrði lögboðin almenn skólaskylda fyrir
unglinga, og skólum og skólakennaramenntun breytt í
samræmi við það. Gerum vér ráð fyrir að birta í næsta