Jörð - 01.09.1932, Page 186
Í84
FRÆÐSLUKERFI ISLANDS
[Jörð
hefti „Jarðar“ ítarlegar tillögur um nokkur aðalatriði
hinnar opinberu unglingafræðslu.
1 unglingaskólunum yrði lögð undirstaðan að sjálfs-
menntun hvers ríkisþegns. Sú sjálfsmenntun yrði svo aft-
ur studd af ríkisins hálfu með námsskeiðum, sem sum
yrðu fyrir alla, t. d. í útvarpi, en önnur fyrir tiltekna
flokka manna. T. d. um hið síðara ætti enginn að mega
taka á sig þá ábyrgð að ganga í hjónaband og stofna
heimili, sem ekki liefði lokið opinberu námsskeiði um
nokkur undirstöðuatriði þess hluta hins almenna félags-
lífs, svo sem nánari upplýsingar um freyju, en ástæða
væri til að veita í almennum unglingaskólum, nánari upp-
lýsingar um uppeldi barna, manneldi og matreiðslu o. s.
frv.
Þannig væri hver þjóðfélagsþegn studdur fram á elli-
ár af ríkisins hálfu til þess að reynast í hvívetna hlut-
gengur í félagslífinu, fullgildur maður jafnt að náttúru-
þrótti sem þekkingu og tækni. Það er engin ölmusa við
einstaklinga. Þjóðfélaginu sjálfu er það allur hagurinn,
að hver þegn þess notist til hins ítrasta. Það er heldur
enginn sletturekuskapur af þess hálfu. Það á heimtingú
á, að þeir sem njóta vilja hlunnindanna af að vera inn-
an vébanda þess, leggi aftur á móti fram alla krafta sína
i þjónustu þess og leggi þá ekki fram sem vitlaust strit,
iieldur strit af viti — lífsbaráttu allra fyrir alla, líf í
ábyrgðartilfinningu, þekkingu, gleði og þakklæti.
EINHVERJIR dugnaðarmenn ættu næsta vor
að koma upp ökrum á völdum stöðum í samráði
við landstjórnina og rækta kartöflur, rófur, bygg
og jafnvel hafra.
NOTIÐ lýsið sem viðmeti, t. d. bræðing. Það
er líka ágætt með fiski marið saman við soðnar
kartöflur.