Jörð - 01.09.1932, Síða 187
Jörð]
SKOLASKYRSLUR
185
Skólaskýrslur.
g Ú V A R tíðin, og er skammt. að minnast, að skóla-
skýrslur voru einhverjar hinar þurrustu „bókmennt-
ir“, er lesa gat. Og mun að vísu einmitt í því stundum
hafa fólgist nokkur „skýrsla“, óvart, um hlutaðeigandi
skóla. Nú eru skólaskýrslur sumra skóla með allt öðrum
brag. Flytja þær ritgerðir um líf og list af lífi og jafnvel
list — misjafnri náttúrlega; sumar eftir skólastjóra, en
fleiri eftir nemendur sjálfa svo sem til dæmis um mennt-
un þá, er hlutaðeigandi skóli veitir, og hina ríkjandi lífs-
skoðun þar. Jafnframt er skýrslan sjálf um nám og fé-
lagslíf ósjaldan ljómandi af gleði þess, er hefir hugsjón,
er hann trúir á, og sér árangur iðju sinnar.
Brautryðjandi hinnar lífrænu skólaskýrslu í landi
voru mun hafa verið S t e f á n heitinn Stefánsson
skólameistari gagnfræðaskólans á Akureyri, enda stóð
félagslíf nemenda með miklum blóma í Akureyrarskóla
um þær mundir. Yfirleitt mun sá skóli hafa haldið síðan
.lokkurn veginn við anda og aðferð þeirra daga, og þó að
vísu misjafnlega, eins og von er. Ágæt erindi, er núver-
andi skólameistari hefir haldið fyrir nemöndum, hafa
jafnan birzt í skýrslum Akureyrarskólans, og nú kemur,
víst í fyrsta sinn, einnig ritgerð eftir nemanda í skýrsl-
unni fyrir 1930—31.
Akureyrarskólinn hefir víst ekki áður birt úrvalsrit-
gerðir nemenda; aðrir skólar, yngri og í örari gróandi,
hafa tekið við forustunni í þróun þessarar tegundar ís-
lenzkra bókmennta; fyrst og fremst L a u g a s k ó 1 i n n.
Ritstjóra „Jarðar liefir borizt nýlega ein slík ársskýrsla:
h é r a ð s s k ó 1 a n s a ð N ú p i í Dýrafirði. Ilefir
sá skóli að vísu frá öndverðu borið í brjósti lifandi anda
sannra lýðháskóla, þó að við þröngan kost hafi átt að
búa. Hefir síra Sigtryggur Guðlaugsson fætt
hann og fóstrað sem móðir væri. Og má vera, að það reyn-