Jörð - 01.09.1932, Side 188
186
SKÓLASKÝRSLUR
[Jörð
ist skólanum drj úgt á þroskaárunum, sem nú eru að renna
upp fyrir honum, að hann er brjóstbarn.
Fyrsta skólaskýrsla iiins nýja skólastjóra, Bjarnar
Guðmundssonar, stafar yl og birtu; og er hann líklegur
til að halda skólanum til þroska í þeim jarðvegi, sem
hann var gróðursettur í, enda hafði Bjöm lengi verið sam-
hentur samverkamaður sr. Sigtryggs sem samkennari
hans, áður en hann tók við skólastjórninni. Ritgerðir
birtir skýrslan eingöngu eftir nemendur, og bera þær yf-
irleitt íslenzkri skólaæsku fagran vott, þó að náttúrlega
beri nokkrar menjar þess, að höfundunum er ekki fullfar-
ið fram. Ritgerðin um s k á 1 d s k a p er þó að flestu,
nema hugsjónartrúnni, sem væri hún rituð af eldra manni
en 19 vetra; sem væri hún eftir mann, er hefði meira nám
að baki sér en tveggja missira í litlum afskekktum skóla.
Skilnaðarorð hins sama nemanda til skóla síns, sem prent-
uð eru aftast í skýrslunni, eru og þess verð, að þeim sé
gefinn gaumur; svo fagurlega og trúverðuglega er þessi
nemandi þar skóla sínum til vitnisburðar. Ilann lætur m.
a. svo um mælt: „Æskilegast væri, að Núpur yrði svo
drjúgur að miðla, að þessi þröngsýni, ótrú og illur hugur
gagnvart höfuðlífskilyrði þjóðarinnar, lýðmenningunni,
hlyti uð hverfa. Það er takmark skólans . .. Og nú þakka
ég fyrir veturinn. Það er af því að ég finn, að skólinn hef-
ir unnið að takmarki sínu“.
Húsmæðraskóli á Suðurlandi.
STUNGIÐ er upp á því í desemberblaði „S k i n-
f a x a“, að stofnaður verði mjög bráðlega húsmæðraskóli
fyrir sunnlenzkar sveitakonur, og fengið húsnæði til
bráðabirgða í gistihúsinu að Þrastalundi, er standi autt 8
mánuði ársins.
Tillaga þessi virðist hin heillavænlegasta; og er von-
andi, að sunnlenzk alþýða hefjist sjálf handa um að
hrinda málefninu á þann rekspöl, er nægir.
-o-