Jörð - 01.09.1932, Page 189
Jörð]
LÆKNAR OG PRESTAR
187
Læknar og* prestar.
ÚVERANDI landlæknir á þakkir skildar fyrir
þingsálykunartillögu sína um fækkun presta. Iíún
var á sinn hátt hreinskilnislegt mannsbragð — og slíkt
verður varla ofþakkað alþingismanni, ef að marka má al-
mannaróminn. Hún skírir viðhorfin í kirkjumálunum, og
það á aldrei að geta verið nema gott — nauðsynjaverk.
Læknirinn hefir — ja — segjum látið uppi álit um
heilsufar Kirkjunnar. Og að hætti sumra mikilhæfra
lækna, sem vex dálítið í augum ægishjálmur fræði sinn-
ar, er hann ekkert að „núlla“ við það: hann gerir ráð
fyrir, að Kirkjan eigi ekki langt eftir. Það sé þegar tíma-
bært að fækka prestum um tvo þriðju hluta jafnóðum og
embættin losna. Áður en sú fækkun væri að fullu fram-
kvæmd, kæmi þá væntanlega að því, að tímabært vrði að
afnema prestsembættið sjálft með lögum o. s. frv. Það
er „bolsjevismi“ — m. ö. o. engin „grýla á góð börn“ eða
afkáraháttur fyrir „siðaða menn“, heldur i’amefld upp-
rennandi heimsskoðun; angi af henni.
Slík og þvílík heimsskoðun er aldrei út í bláinn. Til
hennar eru ávalt örlagaþrungin tildrög. Fyrir því getur
liún farið villt; þó hún slái á naglann, er ekki endilega
víst, að hún hitti hann á höfuðið. Þannig hyggjum vér,
að varið sé læknisvitjun þeirri, sem kirkja vor hefir ný-
lega orðið fyrir.
VÚR viljum taka þessa yfirlýstu afstöðu landlækn-
is til prestastéttar landsins, sem tilefni til að rökræða í
fullri alvöru við hann eða hvern, sem álítur sig ekki haf-
inn upp yfir að ræða slíkt, hver séu hin réttu rök alls
þessa málefnis. Það verður að vísu aðeins að meginregl-
unni til af vorri hálfu þetta sinn.
Vér viljum þá ekki orðlengja það, að vér álítum svo
langt frá, að prestastéttin eigi að leggjast niður eða eðli-
legt, að læknar beiti sér fyrir því, að læknar og