Jörð - 01.09.1932, Síða 190
188
LÆKNAH OG PRESTAR
[Jörð
P r e s t a r séu einmitt, að eðli málefnanna, k j ö r n i r
til þess að vera nánir samverkamenn.
Að hverju? Að því að efla lífið með þjóðinni; berjast
af alhuga og þekkingu með hverjum einstaklingi þjóðar-
innar fyrir öllu, sem miðar sjálfum honum eða fjöl-
skyldu hans til lífs. Hvert er hlutverk manna þeirra, sem
nefnast prestar? Er það að þjóna stofnun, sem nefnist
Kirkjan; berjast fyrir sigurhrósi hennar?Það er eftir því,
hvernig það er tekið. Hlutverk presta er að þjóna höfð-
ingja sínum, Jesú Kristi; honum, sem sagði: „Iiungraður
var ég og þér södduð mig, nakinn og þér klædduð mig,
sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi og þér komuð til
mín“. IJlutverk presta er að þjóna mannlegum þörfum
eftir þeirra, þarfanna, eigin eðli. Hlutverk presta er að
þjóna af alhug, innileika og þekkingu, lífinu sjálfu, sann-
leikanum.
Það er, að hyggju vorri, ekki unnt að benda á neina
staðreynd, sem eins líkleg sé til að koma mönnum til þess
að þjóna lífinu og sannleikanum allshugar og afdráttar-
laust. eins og einlæg auðsveipni við þá hugsjón, sem sett
er fram í Jesú Kristi — hvort sú hugsjón sé sett fram
aGuði eða mönnum eða báðum þessum aðiljum er ann-
að mál. sem ekki þarf að koma þessari umræðu við.
Landlæknirinn myndi nú væntanlega halda því fram,
að reynslan sýni allt annað en þetta. Vér aftur á móti
höldum hinu fram, að þar sem athyglinni hefir verið ein-
beitt að Jesú Kristi sjálfum, einfaldlega, „gleraugna-
laust“, þar hafi nú reyndin samt sem áður orðið þessi.
Ef að það verður rengt, þá erum vér reiðubúnir til að
færa rök að máli voru með staðreyndum úr sögunni. Vér
getmn jafnvel kannske tekið nokkurn veginn ómakið af
landlækni eða þeim, sem kynnu að vilja ræða þetta mál
af einlægni, með svo litlu sem að vísa til greinar, sem birt
er framar hér í heftinu eftir ameríska prestinn Fosdick.
Mvndi t. d. landlæknir slá hendinni á móti samstarfi við
presta, er störfuðu í þeim anda, sem þar kemur fram?