Jörð - 01.09.1932, Page 191
Jörð]
LÆKNAR OG PRESTAR
189
A N N A Ð mál er það, að til þess að prestar geti al-
mennt orðið vaxnir slíku hlutverki, sem hér hefir verið
lauslega drepið á, þá verður undirbúningsmenntun þeirra
að verða bæði aukin og endurbætt1). Enda er straumur
tímans slíkur, að þess verður varla langt að bíða, að
skraufþur bókvísi verði látin rýma að verulegu leyti fyrir
því að læra að þekkja lífið; þekkja hin einföldu örlaga-
þrungnu lögmál lífsins, líkams og sálar sem anda, og að-
ferðir þær, sem raunverulega hafa ræktazt við einlægar
tilraunir, til þess að beita lögmálum þessum til lækningar
og aukins þroska, hamingju; læra að þekkja myndir þær,
sem mannlíf, ]->jóðlíf, menning tek.ur á sig í þeirra eigin
samtíma; læra að þekkja, hvernig hið ófullkomna líf vort
hagar sér, til þess að geta orðið því til leiðréttingar og
eflingar, með því að aðhyllast sjálfir í hvívetna sannleika
og líf. Við þessa hugsjón verður undirbúningsmenntun
presta að miðast og gerbreytast. Og þjóðfélag, sem áttað
hefir sig á þörf sinni fyrir slíka starfsmenn, getur ekki
skorið mjög við nögl sér að sjá efnilegum ungum mönn-
um fyrir því, sem til þeirrar undirbúningsmenntunar
þarf, né ætlað þeim að lifa við svo þröng kjör, að likur
séu til. almennt skoðað, að það dragi úr starfi þannig
menntaðra hæfileikamanna, er einlæga trú hafa á hlut-
verki sínu.
Landlæknir eða menn líkrar skoðunar rnyndu nú e.
t. v. andmæla skoðunum þeim, sem hér eru settar fram,
með því að segja þær utan og ofan við allan veruleika.
Fari svo, þá leyfum vér oss að halda fram aftur á móti,
að lækninum skeiki auðsveipnin við sinn eigin læknisanda.
Læknir verður að vera stórhuga fyrir hönd sjúklings og
];c' að vísu með skynsemd; frá sjónarmiði landlæknis er
Kirkjan sjúklingur. Frá voru sjónarmiði er hún einungis
eðlilegur ávöxtur þjóðlífsins: annað mál er það, að vér
lítum á hið sýnilega líf, sem hluta af allífinu og gerum
ráð fyrir eilífu sæði og hinmeskum garðyrkjumanni. Vér
*) Að vér minnumst ekki á, liverra umbóta la:knar og lækn-
iífræði þyrfti við!