Jörð - 01.09.1932, Page 192
190
AÐALFUNDTJR PRESTAFÉL. ÍSLANDS
[Jörð
lítum á Kirkjuna sem ávöxt þjóðlífs vors. Hún þjáist af
skorti eðlilegra næringarefna, eins og þjóðin sjálf gerir
líkamlega við mataræði, sem er fjörefnarýrt, og sálar-
lega við skólafyrirkomulag, sem er „skriftlært“. Hin
stóra hugsun um líf og sannleika, sem hið eina nauð-
synlega, er að brjótast fram á öllum sviðum. Og Kirkj-
an mun ekki fara varhluta af þeirri endurfæðingu. Öllum
aðiljum þjóðfélagsins fremur er hún kjörin til að aðhyll-
ast líf og sannleika í einu og öllu og verða ekki aðeins
ávöxtur þjóðlífsins, heldur og vaxtarbroddur.
V I L J A læknar ekki nána samvinnu við presta á
þessum grundvelli? Vill þjóðin ekki lækna og presta, sem
starfa saman — að því að þjóna málstað lífsins í land-
inu; berjast með hverjum einstökum fyrir málefni lífs-
ins, bæði almennt og í þeim atriðum, sem hver um sig
þarf sérstaklega á að halda?
----o---
Aðalfundur
Prestafélags íslands
sem haldinn var á Þingvöllum í sumar, samþykkti m. a.
eftirfarandi yfirlýsingar:
1. Út af ályktun Alþingis um fækkun
prestakalla, lýsir Aðalfundur Presta-
félags Islands yfir því, að hann telur
sig þess fullvissann, að gifta íslenzku
þjóðarinnar sé bundin við heill og
þroska íslenzku kirkjunnar, og sé því
hlutverk Alþingis að styðja kirkjuna
af megni.
2. Aðalfundur Prestafélags íslands telur æskilegt,
að bannað verði með lögum að unglingar innan 16 ára
aldurs taki þátt í eða myndi með sér pólitískan félags-
skap.