Jörð - 01.09.1932, Side 193
Jörð]
LAUN OPINBERRA STARFSMANNA
191
Laun opinberra starfsmanna
pj R U eitt af vandræðamálunum hér á landi. A einn
veg er ómótmælanleg fátækt þjóðarinnar, — að ekki
sé minnst á núverandi kreppu. Á annan veginn er jafn-
ómótmælanleg fátækt heilla stétta af opinberum starfs-
mönnum; fátækt, sem gengur svo langt, að vafalaust
gengur nærri manndómi þeirra og heilsu; og er þá ekki
að sökum að spyrja, að því er snertir starfið, sem þjóð-
félagið telur sér svo nauðsynlegt, að það heldur uppi föst-
um stöðum og embættum þess vegna. Á enn annan veg-
inn er heimtufrekja mannflokks nokkurs innan þjóðfé-
lagsins; mannflokks, sem sótt hefir utanlands frá, ef ekki
inenntun, þá einhvern . .anda, sem vill hafa allt, þ. e. a.
s. lífskjör sín, með helzt sama óhófssniði og stéttarbræð-
ur þeii'ra í hinum auðugu löndum, sem Islendingar kynn-
ast helzt, er þeir fara út fyrir landsteinana. Umhverfis
allt saman er nokkurs konar úrræða- eða jafnvel skeyt-
ingarleysi þings og þjóðar, sem lætur jafnt viðgangast
frekju sumra og eymd annara, og dregur allt á langinn
frá einu þinginu til annars árunum saman, án þess stæri-
lætis og án þeirrar réttvísi, að skipa málunum djarflega
eftir að hafa dregið af sér slenið og kynnt sér raunveru-
lega málavöxtu í einstökum atriðum. Þegar þjóðin hefir
knúið þingið til þeirrar röggsemi, þá eru numdar burtu
tvær undirrætur spillingar í hinni opinberu starfsmanna-
stétt: ofríki ágirndar og eymd fátæktar; þá hafa verið
numdar burt tennur úr nagtólum Níðhöggs þess, er spillir
rótarhreysti Yggdrasils íslenzks þjóðlífs.
V É R förum ekki nákvæmlega út í mál þetta að sinni.
Línum þessum er það eitt ætlað, að hjálpa til, ef að verða
mætti, að vekja athygli þjóðarinnar að fullu á málefni,
sem hún ber ábyrgð á, en er í ósæmilegu ástandi. I því
sambandi viljum vér þó aðeins drepa á örfáar staðreyndir
og hugmyndir, er ]iessu máli koma við.