Jörð - 01.09.1932, Síða 194
192
LAUN OPINBERRA STARFSMANNA
[Jörð
Tvær stórstéttir opinberra starfsmanna eru þannig
kjörum búnar, að stórir hlutar þeirra lifa við mann-
skemmdir sakir skorts. Það eru prestar og kennarar. Hafi
stéttir þessar þrátt fyrir allt verið íslenzku þjóðinni heil-
næmt súrdeig á seinni árum, þá er það kraftaverk, sem
þjóðin á ekki með að þakka sjálfri sér, og getur ekki bú-
ist við að komast áfram með öllu lengur, sér án stórtjóns.
Að ekki sé minnst á hitt, hvað hún kann þegar að hafa
setið af sér af þessum orsökum. Þetta er til dæmis.
Hinsvegar eru til embætti í landinu og ekki síður
töluvert af hálfopinberum stöðum, sem eru launaðar ríf-
lt-gar en sæmir fátækri þjóð. Til hvers er verið að launa
suma slíka menn með 15000—25000 kr. árlega, en t. d.
prestana ekki nema með 8000—5000 kr. að öllu saman-
töldu ? Sumir þessara manna hafa litlu eða engu til kostað
sér til menntunar; en hið síðasttalda á þó umfram allt
við fjölda af undirmönnum þessara hæstlaunuðu, sem
hafa þetta 8000—12000 kr. í árslaun, auk þess, sem þeim
kann að áskotnast þar fyrir utan. Vér skulum engan veg-
inn halda því fram, að 8000 kr. séu í sjálfu sér of mikið.
En hvernig eiga þá t. d. prestar að komast af með 3000—
5000 kr.? Þeir gera það ekki. Sé öreiga baslarastétt til í
landinu, þá eru það hinir yngri prestar. Vér segjum ekki,
að þær séu ekki til fleiri.
Það er stundum sagt, að ekki megi draga úr háu laun-
unum, því að þá muni hinir ómetanlegu menn segja af
sér hinum opinberu störfum og taka að vinna fyrir eigin
reikning — jafnvel gefa öðrum þjóðum kost á að njóta
hæfileika sinna. Geri þeir það! Vér efum ekki, að þjóðin
á nægilegum hæfileikamönnum á að skipa til þess að
fvlla rúm svo að segja hvers „ómetanlegs“ manns, sem
kynni að vera svo eigingjarnlega þröngsýnn, að vilja
knýja fátæka þjóð sína til að gjalda sér óhófslaun fyrir
— kannske letilega unnið starf. En svo er ekki milcil
hætta á mörgum uppsögnum: atvinnulífi þjóðarinnar er
svo háttað nú um hríð, að sá má þykjast sæll og hepp-
inn, sem er í sæmilega launaðri stöðu. Og utanlands
er víst ekki feitan gölt að flá heldur — þar sem svo er