Jörð - 01.09.1932, Page 195
Jörð]
PÉTUR SIGURÐSSON
193
langt frá, að útlendingar fái opinberar stöður, að þeir
fá jafnvel ekki landvist til neins atvinnurekstrar, og- að
vísu ekki fremur til þess að vera iðjulausir lengri tíma
heldur.
Nú er einmitt hinn kjörni tími til
að knýja niður öll hálaun í þessulandi;
knýja þau niður um 10—50% eftir ástæðum. Uppsagnir
þai’f ekki að óttast af hálfu eftirsjárverðra manna á
meðan réttvísi er gætt af hálfu þjóðfélagsins; rétt-
vísi er byggir á raunverulegum kunnugleikum á mála-
vöxtum; kunnugleikum, sem ekki má heyrast, að ofvaxið
sé að afla sér. Nú er hinn kjörni tími, ekki einungis vegrna
þess, að ofríki ágengninnar hefir svo litla viðspyrnu
þessi kreppumissiri, heldur einnig vegna hins, að hin
sama kreppa gerir það enn ónáttúrlegra og ómögulegra
en ella fyrir fátæka þjóð að greiða laun fram yfir raun-
verulegar þarfir starfsmanna sinna.
Hins skyldi þá jafnframt gæta, að leggja réttvíslega
alúð í endurskipun launamálanna: bæta úr gamalli ó-
réttvísi, en bæta ekki við nýrri — mannúðar vegna — og
sjálfs þjóðfélagsins vegna.
■o
Pétur Sigurðsson
E R M A Ð U R nefndur. Hefir hann nú í fáein missiri
ferðast um ýmsa hluta landsins og prédikað fagnaðar-
erindið, unnið fyrir Stórstúku Góðtemplarareglunnar og
í þágu almenns félagslífs yfirleitt — allt í gleðiþrunginni.
auðsveipni við Drottin sem kallaður og útvalinn stríðs-
maður hans. Pétur og starf hans líklegt til þjóðarheilla.
Hann hefir sýnt af sér trú, sem vér hyggjum, að hafi
verið fágæt hér í landi langa hríð. í einföldu trausti til
Drottins og fyrirheita hans hefir hann varið hinum litlu
eigum sínum að fullu, til þess að lifa af þeim ásamt fjöl-
13