Jörð - 01.09.1932, Side 196
194
PETUR SIGURÐSSON
[Jörð
skyldu sinni á meðan hann væri að koma fótunum undir
starfsemina, sem Drottinn hefir kallað hann til. Jafn-
framt hefir hann haft helmingi lengri vinnutíma daglega
en kannske flestir þeirra, sem eru á hálaunum; og fyllt
hverja mínútu þess tíma af því starfsmagni, sem ítrasta
einlægni ein megnar að inna af höndum.
Vér leyfum oss nú að varpa þeirri spurningu að kirkju
lands vors, hvort henni þyki öllu lengur fært að horfa
upp á baráttu manns þessa fyrir málefni hins sameigin-
lega Drottins, án þess að heimta það af sjálfri sér, að
hún sjái honum fyrir verkalaunum, er hann geti lifað af
ásamt fjölskyldu sinni, lifað starfvænlegu lífi; — og án
þess að nota sér ákveðið starfskrafta hans, tryggja sér
þá, mannlega talað.
Tvær litlar félagsdeildir í Reykjavík og á Akureyri, er
nefnast „Voröld“, hafa að vísu hafizt handa um að
styrkja starfsemi þessa af fátækt sinni — en oss virðist
það hlutverk íslenzku þjóðkirkjunnar að taka hana að
sér. Sjálfur reynir Pétur að vinna sér inn nokkurt fé með
því að beita sér fyrir sölu bæklinga, sem hann hefir ritað
í anda starfsemi sinnar; en þar er ekki feitan gölt að flá
um þessar mundir, sem eru kaupendur blaða og bóka með-
al alþýðu. En það viljum vér taka fram, úr því að vér
nefndum bæklinga Péturs, að þeir eru víða afbrigða
snjallt skrifaðir og í heild ágætis smárit. Og þeim aurum
í hvívetna vel varið, sem notaðir eru til að kaupa þá og
lesa. —
I öllu þessu hefir kona Péturs verið honum samtaka.
Fórnfýsi þeii'ra verðskuldar það ekki, að verða bæld af
ofurþunga sinnuleysis. Þjóðin má ekki við því, að láta
ekki uppbyggjast af trú þeirra. Þekki hún nú betur vitj-
unartíma sinn en þá, er hún kreisti gleðina úr Bólu-
Hjálmari!
o