Jörð - 01.09.1932, Page 197
Jörð]
ANDREA DELFIN
lí)5
Andrea Delfín.
Saga frá Feneyjum.
Eftir Paul Heyse
Framh.
JAFNSKJÓTT heyrði Andrea þernuna ávarpa
sig hljóðlega neðan úr salnum. Hann hlýddi, eftir að
hafa litið enn einu sinni á hina fögru konu, sem hreyfði
sig ekki úr sporunum og starði á eftir gestinum í
þungum hugsunum. Hann rambaði niður af pallinum,
líkt og þrumulostinn og fylgdi þernunni án þess að
mæla orð frá vörum. Vínið stóð á borðinu í herbergi
hennar og virtist ekkert því til fyrirstöðu, að þar yrði
tekið til, sem fyr var frá horfið. En drungalegur
skuggi var yfir svip mannsins, sem jafnvel léttúðardrós-
inni henni Smeraldínu leist ekki á, og gerði hana afhuga
áframhaldi það kvöldið.
„Það er eins og þér hafið séð vofu“, sagði húnl
„Komið þér og drekkið glas af víni og segið mér hvað
var á seiði. Það fór annars betur en á liorfðist".
„Ójá“, anzaði hann og knúði sig til að láta á
engu bera í rnæli sínu. „Frú þín nýtur hylli valdhafanna.
Það er meira að segja von um, að þú fáir greitt af
hendi það, sem þú átt inni hjá henni. Annars töluðu
þau svo lágt, að ég heyrði lítt orða skil; og nú er ég
orðinn uppgefinn af að krjúpa á berum fjölunum. Ég
skal áður en langt um líður sýna víninu þínu meiri
sóma, væna mín. En nú ætla ég að fara að sofa“.
„Þér hafið ekki einu sinni sagt mér, hvort yður
finnst hún eins fögur og öðrum“, sagði þernan, og reyndi
að láta sem sér þætti við hinn vanþakkláta vin.
„Fögur eins og engill — eða ár“, tautaði hann
milli tanna sér. „Ég þakka þér, vina mín, að þú hefir
gefið mér kost á að sjá hana. Næst skal ég verða stöð-
13*