Jörð - 01.09.1932, Side 198
ANDHliA DELFIN
[Jörð
196
ugri hjá þér, úr því að forvitni minni er svalað. —
Góða nótt“!
Þar með hóf hann sig upp í gluggakistuna og gekk
út á borðið, sem hún hafði drattast til að skjóta yfir
gjána. Er hann stóð þar, leit hann niður eftir síkinu
og sá ljósið á gondálnum hverfa. „Góða nótt“! kallaði
hann aftur og steig gætilega niður í herbergi sitt. Hún
tók af brúna og reyndi árangurslaust að samríma kynlega
framkomu aðkomumanns: fátækt hans og örlæti, hærur
hans og ævintýrahug.
Vika leið, án þess að Smeraldínu tækist svo að telj-
andi væri að færa út kvíar hinna ímynduðu nýju landvinn-
inga sinna. Að eins einu sinni hleypti hún honum með
grímu fyrir andlitinu inn um götudyrnar að áliðnu kvöldi
og fór svo með honum út um síkisdyrnar og í gondálinn,
en hann reri í hægðum sínum út úr dimmunni í síkjaflækj-
unni og lét svo reka stundarbil á Síkinu mikla. Þarna var
nú tækifæri til að láta í ljós hlýrri tilfinningar; en hann
lét það ónotað. Aftur á móti var hún símasandi og reyndi
að koma honum til með sögum úr lífi tigna fólksins, sem
hún þóttist kunnug sem þerna húsmóður sinnar. M. a.
varð hann þess vísari, að austurríski sendisveitarritarinn
var tekinn upp á síðkastið að venja komur sínar til greif-
ynjunnar; og myndi þau þá vera að ráðgast um það,
hversu útlegð Grittís unga yrði af létt. Húsmóðir hennar
var með bezta móti til geðs og hin örlátasta. Reyndar
varð ekki á Andrea séð, að hann veitti þessu teljandi eftir-
tekt, heldur væri hann með allan hugann við að stýra.
Það var því jafnvel þernunni ekki á móti skapi, þegar
hinn drumbslegi förunautur hennar sneri heim styztu leið.
Hann renndi hinum mjóa bát að staumum, án þess að til
heyrðist, vafði um hann festinni, eftir að stúlkan var
komin upp úr, og fékk hjá henni lykilinn til að læsa henni.
En þegar hún var að fara inn úr dyrunum, kallaði hann
til hennar og sagðist hafa misst lykilinn í síkið. Henni
gramdist það, en hughreysti hann þó af venjulegri léttúð
með því, að sjálfsagt væri annar lykill til þar i húsmu;
enda komst hann ekki hjá því að þessu sinni að smella