Jörð - 01.09.1932, Side 199
Jörð]
ANDREA DELFÍN
197
svolitlum kossi á kinnina á henni, þegar hún hleypti hon-
um út um aðaldyrnar um lágnættið.
Morguninn eftir sagði hann frú Gíóvönnu, húsmóður
sinni, að hann hefði orðið að vinna yfirvinnu hjá mála-
flutningsmanninum. í þetta eina skifti notaði hann sér
útidyralykilinn. Annars kom hann allt af heim í rökkr-
inu, neytti þá aðeins brauðs og víns1) og slökkti snemma,
svo að sæmdarkonan, frú Gíóvanna, hældi honum á hvert
reipi við nábúa sína fyrir reglusemi og iðni. Það eitt fann
hún honum til foráttu, að hann hlífði sér ekki, og liti ekki
einu sinni við heiðarlegum skemmtunum, sem gætu létt
honum í lund og lengt æfina. Maríetta þagði ávalt við,
er þetta bar á góma, og leit niður. Hún bar aldrei orðið við
að syngja, þegar aðkomumaðurinn var heima, og virtist
yfirleitt mundu hafa hugsað meira síðan hann kom, en
áður á heilu ári.
A N N A N sunnudag, árla, sem Andrea átti heima hjá
ekkjunni, kom hún inn til hans með flýti í kirkjufötunum
sínum beina leið frá messunni. Ilún virtist vera í uppnámi.
Ilann sat við borðið, ekki fullklæddur, og las í einni bæna-
bókinni sinni. Hann var venju fremur fölur yfirlitum, en
augnaráðið stöðugt, og var svo að sjá, sem honum kæmi
ver að verða truflaður í hugleiðingu sinni.
„Sitjið þér þá þarna enn í herberginu yðar, herra
Andrea“, kallaði hún jafnskjótt úr dyrunum „og allir, sem
vetlingi geta valdið, eru úti! Flýtið þér yður nú að fara
í og drífið yður út, og þá mun yður gefa á að líta: álíka
inörg óttaslegin andlit og hveitikorn eru í myllunni.
Drottinn minn dýri! Að ég skyldi eiga eftir að lifa þetta,
og hélt ég þó, að ekkert myndi koma mér á óvart héðan
af í Feneyjum“.
„Um hvað eruð þér að tala, góða frú?“ anzaði And-
rea stillilega og lét frá sér bókina.
Hún fleygði sér niður á stól og virtist alveg magn-
þrota. „Ég barst með straumnum alla leið á hallartorgið,
Að $írm leyti líkt og hrœringur og mjólk hér á hindi!